Hafin er framleiðsla á þessum fínu háhæluðu skóm sem sérstaklega eru hugsaðir til aksturs. Tryggingafyrirtæki í Bretlandi hefur sett vöruna á markað til að kynna sína þjónustu og benda á hættuna við að aka bíl í háhæluðum skóm. Konurnar fá víst skóna umræddu og handtösku í stíl þegar þær koma í viðskipti hjá tryggingafélaginu. Það má því búast við mikilli traffík til umboðsskrifstofa tryggingafélagsins á næstunni.