Ég er að klára 10. bekk í vor og það eru 2-3 dagar sem fara í starfskynningu. Það er hægt að velja hvaða fyrirtæki sem er, náttúrulega þeirra að samþykkja það, en maður verður bara að hringja sjálfur. Ég hef rosalega mikinn áhuga á börnum og langar endilega að fara í eitthvað starf tengt þeim - eitthvað annað en á leikskóla. Einhverjar hugmyndir??