Ef flett er upp orðinu brún í Málfarsbankanum er gefin fleirtalan brúnir, brýn og brýnn og nefndar eru myndirnar augabrúnir og augabrýn, augnabrúnir og augnabrýn, með greini augnabrúnirnar eða augnabrýnnar. Ekki er minnst á auga- eða augnabrýr undir þessari flettu. Í Stafsetningarorðabók Halldór Halldórssonar (1994:15) er mælt með augabrúnir og augabrýn(n) og bætt er við: “Röng er talin flt. augabrýr.”