Að vera sjómaður er erfið vinna en ég efa að það sé erfiðasta starf í heimi. Fer svo sem eftir því hvort þú sért að meina líkamlegt erfiði eða bara erfiði yfirleitt. Ég myndi segja að námuverkamaður sé erfiðari vinna en að vera á sjó. Ég þekki mann sem hefur unnið við þetta tvennt og hann er á sömu skoðun. Einnig myndi ég telja að margir læknar hafi það erfitt. Langir vinnutímar, stanslaust stress og svoleiðis.