Palli var ósköp duglegur strákur. Á hverjum morgni dreif hann sig á fætur um leið og klukkan hringdi, eða klukkan 7, og klæddi sig í fötin, brustaði tennurnar og borðaði morgunmatinn sinn. Hann vildi alltaf leggja tímanlega af stað í skólann svo hann kæmi ekki og seint. Það var langt fyrir Palla að fara í skólann en mamma hans og pabbi voru búin að kenna honum að fara góða og örugga leið í skólann. Oftast fór Palli þá leið sem öruggust var. Þá fékk hann á gangstéttinni, fór yfir götu á...