Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Bréf frá mömmu til jólasveinsins (16 álit)

í Húmor fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Kæri Jóli! Ég er búin að vera svo góð mamma allt þetta ár. Ég hef eldað mat, bakað, tekið til, og knúsað eftir þörfum. Setið á læknabiðstofum, þrifið gubb, kysst á bágt, verið virk í foreldrafélaginu, rólað, kubbað og drullumallað. Ég var að vonast til að þú dreifðir þessum óskum mínum yfir nokkur jól, þar sem ég þurfti að skrifa þetta bréf með rauðum vaxlit sem sonur minn á, aftan á gamalt umslag, í þvottahúsinu meðan ég beið eftir að vélin kláraði, til að geta sett í þurrkarann. Hver veit...

Ég verð! (8 álit)

í Heilsa fyrir 21 árum
Ég veit ekki hvar ég á að troða þessu svo ég geri það bara hérna. Málið er að ég verð að fara að hreyfa mig af einhverju viti og í dag þá ÆTLA ég að fara í sund og synda alla vegana 750 m. Ég má ekki koma með afsakanir fyrir því að fara ekki. Ég ÆTLA að byrja á því að synda svona 3var til 4 sinnum í viku og standa við það. En hvað það var gott að koma þessu út úr sér og núna þarf ég bara að standa við þetta því ég er rosalegt letidýr :( Látið mig svo standa við þetta :o)

Hafa ekki allir.... (21 álit)

í Rómantík fyrir 21 árum
….. einhvern tímann verið ungir? Ég bara spyr því miða við svörin sem koma hingað inn stundum mætti halda að hér væru bara 53 ára kellingar og karlar. Mikið er kvartað yfir gelgjunum og sagt að þessi sambönd hjá þeim eiga hvort sem er ekki eftir að ganga upp og því þurfi ekki að svara þeim þegar “gelgjurnar” senda inn skeyti. Ég skal viðurkenna að ég var einu sinni 15 ára og alltaf ástfangin eða í ástarsorg. Mamma viðurkenndi meira að segja fyrir mér um daginn að hún hafi verið orðin nokkuð...

Jólin nálgast. (8 álit)

í Heimilið fyrir 21 árum
Jæja, þá er október að renna sitt seinasta skeið og nóvember senn að birtast. Eins og vonandi allir vita þá eru jólin á næsta leiti og ég er farin að undirbúa jólin aðeins með því að byrja á jólaföndrinu. Þessa daga er ég með æði fyrir perlusaumi og ætla að skella hérna einni uppskrift af perlusaumuðum jólasokki. Það fer nefnilega mikið í taugarnar á mér að finna hvergi ókeypis uppskriftir á netinu því þessar uppskriftir eru rándýrar. Efni og leiðbeiningar: g=gull u.þ.b. 5.gr h=hvítt u.þ.b....

Perlusaumur (0 álit)

í Heimilið fyrir 21 árum, 1 mánuði
Núna þegar jólin nálgast mjög hratt er ég farin að hugsa til jólaföndursins. Ég er nýbúin að uppgötva perlusaum og finnst hann mjög skemmtilegur. Er einhver hérna sem langar til að skiptast á uppskriftum? Ef svo er endilega sendið mér skilaboð.

Hvenær helduru að næsta bók komi út? (0 álit)

í Harry Potter fyrir 21 árum, 1 mánuði

Bændaskólinn! (0 álit)

í Húmor fyrir 21 árum, 1 mánuði
Bekkur frá Bændaskólanum í Hvanneyri komu á sveitabæ til að fylgjast með þegar frjógva áttu kú eina. Þegar komið var á staðinn og kúin tilbúin til frjógvunar var nautið hins vegar alls ekki í neinu stuði. Bóndinn spyr bekkinn hvort þau viti eitthvað ráð til að koma nautinu til! Svarar einn nemandinn að það virki ágætlega að nudda nautið á milli hornanna með spýtu. Lýst bónda vel á það og lætur nudda nautið með spýtu. Það virkar svona vel að nautið er komið upp á kúna eftir örskamma stund. Á...

Nýja serían! (2 álit)

í Sci-Fi fyrir 21 árum, 1 mánuði
Jæja, núna eru þrír þættir búnir af nýju Enterprise seríunni og allir eru þeir búnir að vera mjög misjafnir. Þátturinn í seinustu viku fannst mér persónulega vera algjör snild - kannski bara því það eru svo fáir þættir sem gerast ekki úti í geimnum, góð tilbreyting! En ég verð nú að segja að mér fannst þátturinn í gær vera alveg hundleiðinlegur. Hann var ekki einu sinni spennandi. Þátturinn bara leið áfram…..

Brjálæði aðdáandinn! (1 álit)

í The Sims fyrir 21 árum, 1 mánuði
Er það bara ég eða er þessi aðdáandi alveg ferlegur. Ég reyni að láta Simann vera voða góður við aðdáendur sína en samt losna ég ekki við þennan klikkhaus. Hvernig farið þið að þegar brjálæðingurinn birtist?

Hafið þið pælt í þessu? (1 álit)

í Húmor fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Hafið þið pælt í þessu?? Svmkmaæt rnsanókn við Cmabrigde hkóásla þá stkpiir ekki mlái í hðvaa röð stfiar í oðri eru, það enia sem stikipr mlái er að frtsyi og stíasði stinaurfn séu á rtéutm satð. Aillr hniir sfitarnir gtea vireð í aöljrgu rlgui en þú gtuer smat lseið það aðvuledlgea. Áæðsatn fiyrr þsesu er að mnnashgrniuun les ekki hevrn satf friyr sig hleudr oirðð sem hiled.

Eintóm vandræði á mér..... (1 álit)

í The Sims fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Ég keypti Superstar núna fyrir nokkru og hef verið að spila leikinn. Mér gengur voðalega vel að komast upp í tvær stjörnur en svo er þetta helv.. módel myndataka sem gengur ekki upp hjá mér. Þegar ég mæti með gaurinn þá er hann í mjög góðu skapi - bara alveg skínandi grænn og búinn að uppfylla öll skilyrði en samt sem áður þá gengur það EKKI og svo í þokkabót þá missir hann alltaf stjörnuna sem hann er með svo það er alltaf skref aftur á bak. Mig langar mest til að henda helv.. tölvunni út...

Ísfólkið (7 álit)

í Bækur fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Sæl og blessuð. Ég vona að einhver hérna getur hjálpað mér. Málið er að ég á NÆSTUM allt safnið af Ísfólkinu en eins og gefur að skilja þá vantar mig nokkrar bækur t.d. nr. 2 og 3 og fleiri. Ef einhver hérna vill endilega losa sig við einhverjar ísfólksbækur þá skal ég endilega taka við þeim. Einnig er ég til í að kaupa þær á sanngjörnu verði. Ég veit ekki út afhverju en ég á líka sjálf tvö eintök af nokkrum bókum í seríunni svo ég get einnig skipt/gefið. Með von um góð og falleg viðbrögð,...

Litlir strákar! (0 álit)

í Börnin okkar fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Ég á ekki börn en mér fannst þetta svo fallegt að ég táraðist og hugsaði til óþekktarangans hans frænda míns sem er samt sem áður algjör 6 ára engill :) Drengir eru breytilegir að stærð, þyngd og lit. Þeir eru alls staðar - uppi á öllu og niðri í öllu, klifrandi, hlaupandi og stökkvandi. Mæður elska þá, eldri systur og bræður umbera þá, fullorðnir virða þá ekki viðlits, og Drottinn verndar þá. Drengur er Sannleikur með óhreinindi í andlitinu, Viska með tuggugúmmí í hárinu og Von...

Þrjár konur! (1 álit)

í Húmor fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Þrjár konur lentu saman í bílslysi og dóu allar og fóru saman til himna. Þar tók Lykla-Pétur á móti þeim og sagði: Við höfum bara eina reglu hér og hún er sú að það er bannað að stíga á endurnar. Síðan fengu þær að fara inn um himnahliðið og það voru endur út um allt. Það var næstum ómögulegt að stíga ekki ofan á einhverja þeirra og þó þær össuðu sig eins vel og þær gátu fór svo að ein þeirra steig ofan á eina öndina. Um leið kom Lykla-Pétur með þann ljótasta mann sem hún hafði augum litið....

Hvernig er hægt að.... (4 álit)

í The Sims fyrir 21 árum, 2 mánuðum
…… losna við helv… svindlgluggann, ég get ekki lokað honum og hann er að fara í mínar fínustu taugar!!! Ég ætla aldrei að svindla aftur :=/

Töfralampinn! (25 álit)

í The Sims fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Daginn hér! Ég er búin að vera að skoða umræðuna um sims en hef hvergi rekist töfralampann! Notið þið hann ekki? Persónulega finnst sjálfri mér leiðinlegt að svindla, þá er leikurinn of auðveldur en með lampanum þá er hægt að fá peninga án þess að svindla eins mikið. Það eina sem þarf að gera er að nudda lampann (réttara sagt þrífa hann “clean”) og þá kemur hann Aladin upp. En þá kemur það erfiða andinn spyr þig spurninga t.d. hvort viltu peninga eða ást? Málið er að velja rétt. T.d. ef ég...

Léleg blaðamennska! (17 álit)

í Harry Potter fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Ég var að lesa í laugardags Fréttablaðinu þar sem fjallað var aðeins um Harry Potter og nýju bókina. Góðu lagi með ágætis grein, ekkert sem ég vissi ekki fyrir. En svo var skrifað aðeins um fyrri bækurnar og um hvað þær voru. Þá fór ég að hrista hausinn. Það er fjallað ágætlega um fyrstu bókina en svo fór það versnandi. Skrifað orðrétt úr laugardags Fréttablaðinu: “Ævintýrin halda áfram hjá Harry á öðru árinu í galdranáminu en fljótlega eftir að hann mætir til Hogwarts byrja DVALARGESTIR að...

The value of Undies!! (10 álit)

í Húmor fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Ég fékk þetta sent, ég skal alveg viðurkenna það en þessi saga er mjög mjög fyndin…….. Þetta er frétt frá Florida eins og segir í textanum. THE VALUE OF UNDIES Always wear clean underwear in public, especially when working under your vehicle… From the NORTHWEST FLORIDA Daily News comes this story of a Crestview couple who drove their car to Wal-Mart, only to have their car break down in the parking lot. The man told his wife to carry on with the shopping while he fixed the car in the lot....

Fjórar endur.... (16 álit)

í Húmor fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Ég hef ekki séð þennan brandara hérna svo ég tek áhættuna að verða lamin í klessu. Fjórar endur eru handteknar fyrir óspektir á almannafæri. Þær eru leiddar fyrir dómara ein í einu sem spyr fyrstu öndina: What is name and what did you do wrong? Fyrsta öndin segir: My name is Bra and I was just blowing bubbles in the water! Dómarinn: There is nothing wrong with that, you can go. Svo fyrsta öndin fer. Næsta öndin kemur inn og spyr dómarinn aftur: What is your name and what did you do wrong?...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok