Skipti um þráð í morgun og þráðurinn sem ég klippti burt var ekki nema 7-8mm, sem er vafið 2svar um tunguna, þannig það er undir 4mm eftir. Þetta gengur samt fáránlega hægt hér á lokasprettinum, en það er líka seigasti hlutinn á tungunni sem er að deilast núna, og þó ég bólgni ekki mikið og geti borðað hvað sem er vandræðalaust, þá er meiri sársauki núna heldur en hefur verið síðan á fyrsta degi og það blæðir meira. Er þó ekki alveg orðið það slæmt að ég sé farinn að éta verkjatöflur með...