Við Afríkustrendur, þar sem nú er Túnis, stóð hin mikla verslunarborg Karþagó. Hún réð flestum eyjum og ströndum við vestanvert Miðjarðarhaf. Róm og Karþagó háðu þrjár miklar styrjaldir sín í milli og höfðu Rómverjar ávallt sigur. Síðustu styrjöldinni lauk með því að Rómverjar hertóku Karþagó árið 146 f.Kr. og lögðu hana í rúst. Í öðru púnverska stríðinu hélt Hannibal hershöfðingi Karþagómanna með her frá Spáni yfir Pýreneafjöll, Alpana og til Ítalíu. Herinn flutti með sér stríðsfíla auk...