Lengst í burtu fyrir langa löngu voru systkini sem áttu sér þann draum heitastan að komast burt frá þeirri eymd og fátækt sem þau bjuggu við á Sílandi. Elstur þeirra var Lasdín. Hann var stór og sterkur og alveg rosalega þrjóskur. Hin systkinin litu upp til hans, en sérstaklega þó hún Díslan, sem var yngst af þeim þremur. Miðbróðirinn hét Andlís og honum fannst leiðinlegt hvað hann varð oft skilinn út undan. Innst inni elskaði hann systkini sín, en hann var ekki eins sterkur og Lasdín og...