Regla #1 í metal. Það er _EKKERT_ sem heitir of þungt!!! hehe. Ef þú vilt virkilega byrja að hlusta á death metal mæli ég með að þú skellir þér í gamlar amerískar hljómsveitir á borð við Cannibal Corpse, Morbid Angel, Suffocation eða Obituary til að fá gott bragð af grasrótinni. Ef þú vilt frekar kanna betur melódískan death metal (sem er allt í lagi) mæli ég með að þú skoðir Amon Amarth, Arch Enemy (því eldra, því betra), Death eða At the Gates. Og bara… gangi þér vel.