Ok. ég veit ekki alveg hvort það passar akkúrat inn á þessa síðu að setja þetta inn en það kemur þá bara í ljós. En fyrir nokkrum árum varð ég vitni af hræðilegu banaslysi í umferðinni þegar ég var að keyra með mömmu minni og pabba. Í mörg ár var ég með martraðir, bæði í vöku og svefni. Ég reyndi oft í fyrstu að tala um þetta við þau en þau lokuðu alltaf á mig, ég var bara barn og vissi ekkert hvert ég átti að fara. Fyrir hálfu ári síðan fór ég sjálfviljug til sálfræðings og talaði um þetta...