Það er myrkur í myrkrinu skín ljós það skín þó ekki skært Heltekinn dreginn í dans, vafin myrkraörmum sveiflast ég til og frá, upp og niður, ég stíg við, vil ekki. Því get ég ekki staðið kyrr, Stöðug. Ég vil birtu eina og gleðivísur ekki trylltan dans á þyrnirósum Því get ég ekki komist úr því myrkri sem sveipar sínum örmum þétt og fast um mína veiku sál og dregur mig í trylltan dans. Ég vil ljósið, ég vil ró, ég vil frið, sálarfrið og næturró. Ég vil í ljósinu lifa stinga ekki við, kvíða...