Og ef þú ert að fara upp Laugarveginn, þá gengurðu að bónus, og þegar þú kemur þangað tekurðu næstu beygju til hægri, og þar ættirðu að sjá Valda, hann er næstum því á horni Laugarvegs og Vitastígs, ekki alveg samt, þarft að labba nokkra metra upp.
Þessi tölva hér. Móðurborð: ASRock 939SLI32-eSATA2 Móðurborðið býður upp á SLI tækni, getur haft tvö eins skjákort starfandi í tölvunni ef þú villt, og þetta móðurborð er fyrir PCI-e skjákort.. Móðurborðið er með fjórar minnisraufar, og tekur max 4GB af vinnsluminni (RAM). Pláss fyrir fjóra SATA2 harða diska, ætti að vera nóg og meira en það. Sex USB tengi, innbyggt hljóðkort, innbyggt netkort og S939 sökkull, þannig að örgjörvinn passar við. Vinnsluminni: G.Skill F1-3200PHU2-2GBZX...
Getur reynt að sleppa með hann í gegn, ég var með hann á bakinu og var spurður hvort þetta væri nýtt hljóðfæri og ég sagði: “Nei, keypti hann í gegnum ShopUSA fyrir ári síðan” og þeir hleyptu mér í gegn. Kannski var ég bara heppinn, en ef þú ætlar að panta hann frá USA þarftu líklega að nota ShopUSA til að senda hann hingað, nema einhver sækji hann fyrir þig, á www.shopusa.is er reiknivél sem reiknar út kostnaðinn ef þú pantar gítarinn í gegnum þá.
Born in a Burial Gown, Suicide and Other Comforts, No Time To Cry, All Hope In Eclipse, The Forest Whispers My Name, At The Gates of Midian/Cthulhu Dawn, The Black Goddess Rises, Dusk and Her Embrace, One Final Graven Kiss og eitthvað.
Ég giska á svona 4.000-7.000kr fyrir vinnsluminnið, 1.000kr fyrir lyklaborðið, og veit ekki með hitt. Þetta er svolítið útí bláinn samt, en ég er viss með örgjörvann og það sem ég sagði fyrr.
Ég myndi nú athuga hvort þetta séu ekki einhverjar stillingar sem þarf að laga, áður en þú formattar diskinn, ef þú formattar fer allt sem var á þessum harða disk af honum.
Tvo kubba í einum örgjörva síðast þegar ég vissi. En munurinn er sá að dual core örgjörvar geta unnið við fleiri forrit í einu, segjum að þú sért að keyra tvö þung forrit, þá sér einn kjarninn um annað forritið, og hinn kjarninn um hitt. Aftur á móti, ef þú ert bara að spila tölvuleik eða keyra eitt þungt forrit, þá er single core betri í það, því allur örgjörvinn einbeitir sér að því.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..