Jájá, það er örugglega ekkert að gítarnum. Það er ekki málið. Single-coil hum fer hinsvegar ekki þótt þú snertir strengina. Ef suðið fer við það að maður snerti eitthvað járnstykki á gítarnum, þá er bara ein skýring: einhversstaðar í kerfinu er sambandsleysi. Ég hef lent í því að það sé í magnaranum, og það lýsir sér nákvæmlega eins og þegar það er í gítarnum, nema hvað að þá skiptir engu máli á hvaða gítar maður er að spila, þetta kemur alltaf. Jarðtengingin í gítarnum virkar nefnilega ekki...