Ég vil byrja á því að segja að mér finnst þetta mjög skemmtileg lausn á “vandanum” með rakarann. Það sem mér finnst skyggja einna helst á er að þrátt fyrir að mismunandi hlutverk kalli á mismunandi skyldur, breytir það ekki lausn þinni á vandamálum sem koma upp. Þetta hljómar svolítið langsótt en ég skal reyna að útskýra þessa hugsun. Segjum sem svo að þú hafir lært stærðfræði í háskóla. Þú lærir ákveðin vinnubrögð, út frá þessum vinnubrögðum hættir þér til að byggja flesta hluti upp. Þú átt...