Einn af fimm verðlaunagripum Liverpool frá síðasta ári, sem hýstir hafa verið í Musterinu undanfarna mánuði, mun nú vera á förum. Deildarbikarinn sem vannst, í sjötta skipti, fyrir ári á Árþúsundaleikvanginum í Cardiff eftir æsilega vítaspyrnukeppni við Birmingham fær nýjan dvalarstað á sunnudaginn. Þá leika Blackburn Rovers og Tottenham Hotspur til úrslita. Stuðningsmenn Liverpool fá því miður ekki tækifæri á að sjá lið sitt í úrslitum en þá er bara að velja sér lið til að halda með. Fyrrum...