Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

MuadDib
MuadDib Notandi frá fornöld 37 ára karlmaður
200 stig
For those about to rock I salute you!

Re: gibson

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 9 mánuðum
169.000 út í Rín, en hann er með dökku fingerboard, ekki eins og á myndinni. Ertu að spá í þessum eða?

Re: bestu djass og blús gítaristar

í Jazz og blús fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Ég þekki bara ekki þessi tónfræðinöfn eða hvað þetta nú er, en maður þekkir gítarrunk þegar maður heyrir það; það er ógeðslega hratt og repetitive leiðindi.

Re: Hvaða rokklög er möst að kunna?

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Já, en það er ógeðslega skemmtilegt. Hinsvegar þegar maður fer yfir í live útgáfur þá fer hann að gera frekar erfiða hluti…

Re: Dönskukennsla

í Deiglan fyrir 19 árum, 9 mánuðum
ég veit ekki um þig, en ég er nú alveg mellufær í einu Norðurlandamáli, þ.e. íslensku ;)

Re: bestu djass og blús gítaristar

í Jazz og blús fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Gítarrunk er þegar aðaltilgangur sólósins er að spila tónstiga alveg afskaplega hratt án þess að breyta útfrá honum. Þá er aðalatriðið oftast að spila sem hraðast.

Re: bestu djass og blús gítaristar

í Jazz og blús fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Jájá, þeir geta verið ágætir, Ritchie Blackmore er tildæmis mjög skemmtilegur, en hann á það til að missa sig algjörlega út í rúnk. Samt kemur það oft ágætlega út, til dæmis í Highway Star sólóinu.

Re: bestu djass og blús gítaristar

í Jazz og blús fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Já, það er geðveikt, það er alveg fáránlegt hvað hann er hraður. Og þetta er ekki bara eitthvað gítarrunk eins og þessir metal-gítaristar, það er heilmikill strúktúr í þessu. En mér finnst hinsvegar miklu meiri tilfinning í blúsunum hans, það eru svo hráar tilfinningar og “sársauki” sem hann nær að koma til skila eins og í SIBLY og Babe I'm Gonna Leave You. En ef þú fílar White Summer, kíktu þá á sama DVD diskinn á Bron-Yr Aur, það er svakalegt sóló á kassagítar þar.

Re: bestu djass og blús gítaristar

í Jazz og blús fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Heh, ég veit ekkert um jazz, en blús… Þar myndi ég setja Hendrix í fyrsta, og fyrir þá sem skilja ekki af hverju bendi ég á Hear My train A Coming live á Woodstock ‘69. Og svo er Jeff Beck líka frábær, Goodbye Porkpie Hat. Að lokum finnst mér Jimmy Page vera all svakalegur blúsleikari, og besta blússóló sem ég veit um er líklega Since I’ve Been Loving You live í Madison Square Gardens '73. Ég get hinsvegar ekkert sagt um besta blúshöfundinn, ég er ekki nógu mikið inn í gamla negrablúsnum...

Re: 50 watta marshall magnari á 12 þúsund

í Jazz og blús fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Hvaða gerð er þessi magnari, og hvar ertu staðsettur? Auk þess, hvernig er hljóðhæðin á þessu, virkar hann með trommum og er hann góður sem æfingamagnari? Ef svo er þá hef ég mikinn áhuga.

Re: STAR WARS episode 3 a new hope

í Háhraði fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Er eitthvað í þessari klippu sem er á einhvern hátt tengt spoiler? Þá meina ég setning eða mynd eða einhverjar upplýsingar úr raunverulega teasernum? Ef eitthvað er í þessu vill ég nefnilega ekki horfa á það.

Re: Digitech

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Ef þig vantar digitech multieffect láttu mig þá vita…

Re: Hvaða rokklög er möst að kunna?

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Ég kann nú allt Stairway, en já, fáir sem kunna meira en byrjunina. Ég mæli hinsvegar með því að reyna við sólóið, það er alveg viðbjóðslega skemmtilegt að taka það, þvílíkt vel uppbyggt!

Re: Strat/SG/Les Paul

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Er þér alvara? SG hálsinn er sá þægilegasti sem ég hef nokkurntíman spilað á! Og ég er með litlar hendur!

Re: Bestu Cover-in

í Gullöldin fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Jújú, þar er ég sammála, þeir gera þetta vel!

Re: Black Sabbath

í Gullöldin fyrir 19 árum, 10 mánuðum
kanski út af því að original line-upið er að fara að toura í sumar?

Re: Bestu Cover-in

í Gullöldin fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Mér finnst nú originalinn með McCartney margfalt betra en Guns'n'Roses, þeir eru svo öskrandi eitthvað, elsku karlarnir…

Re: Bestu Cover-in

í Gullöldin fyrir 19 árum, 10 mánuðum
textinn er eftir þá, lagið er sálmur eða einhver fjárinn, eitthvað kirkjudæmi.

Re: Bestu Cover-in

í Gullöldin fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Hver samdi það þá?

Re: Bestu Cover-in

í Gullöldin fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Ég get svosem ekki fullyrt mikið um þetta annað en það að ég heyrði þetta frá annars mjög áreiðanlegum einstakling. Hinsvegar er það algengt að breyta texta þegar maður coverar lög, mér finnst ekki ólíklegt að Paul Simon hafi einfaldlega bara tekið sér Dylan lag og gert það að eigin lagi með smá lagfæringum. Annars veit ég þetta aðeins í gegnum annann mann, þannig að þetta þarf ekki að vera rétt.

Re: Bestu Cover-in

í Gullöldin fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Neibb, Dylan samdi Sound of Silence, en hans útgáfa var alveg hryllilega léleg. Hann segir sjálfur að Simon and Garfunkel útgáfan sé betri.

Re: Bestu Cover-in

í Gullöldin fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Creedence Clearwater Revival - I Put A Spell On You (Aretha Franklin minnir mig) Nazareth - Love Hurts (Everley Brothers) Jimi Hendrix - All Along the Watchtower (Dylan) Jimi Hendrix - Sgt. Pepper's Lonely Hearts Club Band (The Beatles) Jimi Hendrix - Like A Rolling Stone (Dylan) Jimi Hendrix - Johnny B. Goode (Chuck Berry) Jimi Hendrix - Wild Thing (The Troggs) Jimi Hendrix - Sunshine of Your Love (Cream) Led Zeppelin - When the Levee Breaks (gamall blús, veit ekki hver) Led Zeppelin - Hey...

Re: Cover

í Gullöldin fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Þá fullyrði ég það að þú einfaldlega skilur ekki tónlistina, því þetta er ekkert spurning um smekk, bestu lögin þeirra eru of algild til þess að nokkur maður sem hlustar á rokk geti ekki fílað þau hið minnsta. Og hvernig er hægt að fordæma þetta ótrúlega gítarsóló????

Re: Hálp! Music123 pöntun.

í Hugi fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Ég keypti mér SG í gegnum ShopUSA, og það gekk svosem greiðlega. Einnig tók ég tvo gítarstanda með honum, og það er ekkert meira mál, svo lengi sem þú ert ekki að kaupa þér einhvern svaka magnara eða eitthvað. Ég skráði allar vörurnar á sömu sendingu og fékk stórann kassa með öllu í, það eina sem þarf að gera er að skrá allt undir sömu sendingu og lokaverð. Ef þeir lenda í vandræðum með að pakka eða í tolli eða hvað sem er hringja þeir örugglega bara í þig. En hinsvegar skalltu ekki búast...

Re: Cover

í Gullöldin fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Ég styð Comfortably Numb tilnefninguna, og efast um að það cover verði nokkurntíman toppað í sínum ömurleika. Hins vegar vill ég tilnefna Jimmy Page sem versta sell-outið þegar hann ekki aðeins leyfði Puff Daddy að covera Kashmir, heldur TÓK PERSÓNULEGA ÞÁTT! En það er ekki hægt að eyðileggja Kashmir, og jafnvel þótt að rapp útgáfan hafi verið margfalt verri en upprunalega, þá var hún helvíti kröftug með Page á gítarnum.

Re: Ég er jarðarbúi, hvað með þig?

í Deiglan fyrir 19 árum, 10 mánuðum
“You may say I'm a Dreamer, But I'm not the only one…” Þetta er nefnilega satt. Kanski eru margir sem sækjast eftir völdum og efnislegum gæðum, en það eru í raun langflestir sem hugsa eins og Lennon. Það mun koma að því einn dag að allir sjái þennan sannleika, kanski langt þangað til, en sá tími mun koma.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok