Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

MrWhite
MrWhite Notandi frá fornöld 41 ára karlmaður
466 stig

Alien Vs Predator (35 álit)

í Kvikmyndir fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Mikið hefur breyst í Hollywood síðan Predator 2 var framleidd fyrir litlum 14 árum, endirinn á henni gaf augljóslega möguleika á framhaldsmynd og hafði ég hlakkað til þess dags sem ég gæti horft á Predator í þriðja sinn, enda mikill aðdáandi. Slatti hefur verið um svokallaðar Versus myndir undanfarið þar sem tveir erkifjandar mannkynsins slást uppá líf og dauða og má þar nefna til dæmis Freddy Vs Jason. Sú mynd var ágætis afþreying vegna þess að hún var hröð og haldið á léttu nótunum. AVP...

Baráttan um metið (58 álit)

í Bílar fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Ofursportbílar - vettvangur drauma, og bílskúra margfaldra milljónamæringa. Hraðskreiðustu bílar heimsins eru eignir fárra heppna einstaklinga, og það er góð ástæða fyrir því. Flestir hinna ríku hafa ekki hæfileikana til að stýra þessum gríðarlega dýru tækjum, en þeir eiga peningana og þeim finnst gaman að flagga þeim. Margir framandi bílar hafa verið kynntir á síðasta áratug, og nokkrir af þeim eru svo magnaðir að það er erfitt að leysa þá af hólmi. Einn slíkur bíll er konungur...

Knowing (6 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Leikstjóri Donnie Darko, Richard Kelly er þessa stundina að undirbúa nýjustu mynd sína. Knowing heitir hún og datt mér í hug að þýða smá grein sem ég fann um plottið í henni. Þeir sem hafa ekki áhuga á að vita neitt um myndina ættu að hætta lesa núna. Ég veit ekki um ykkur en mér lýst nokkuð vel á þetta. :) Vatnsleyðsla springur í barnaskóla, valdandi því að viðgerðalið uppgötvar gamalt niðurgrafið tímahylki skólans. Þegar stjórnarformaður sögufélagsins opnar hylkið finnur hann meira en hann...

Nokkrar hugleiðingar um tónlist.... (4 álit)

í Músík almennt fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Í sumar fór ég á Roskilde Festival í tvennum tilgangi, drekka bjór annarsvegar og hinsvegar sjá nokkrar af mínum uppáhalds hljómsveitum á sviði. Þar á meðal var hljómsveitin Massive Attack og voru þeir með eitt magnaðasta show sem ég hef séð á ævinni, ég hef aldrei verið eins snortinn og þegar ég heyrði lagið Teardrop í live útgáfu, þetta lag hefur alltaf heillað mig frá því að ég heyrði það fyrst á MTV fyrir nokkrum árum, myndbandið er kapítuli útaf fyrir sig en þetta lag hefur ekki alltaf...

Nokkrir hlutir sem er skondið að gera við busa (35 álit)

í Skóli fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Þar sem ég er að fara busa nokkur grey í skólanum mínum þá datt mér í hug að pósta hérna svosem einni grein með nokkrum hugmyndum sem ættu að gleðja hugmyndasnauða böðla útí hinum stóra heimi. .:SKILTI:. Best er að byrja á hinum klassísku skiltum sem oftar en ekki eru gerð úr spotta og pappaspjaldi. Á þessi spjöld eru svo skrifaðar setningar sem eiga að vera vandræðalega fyrir busann. Hér eru nokkrar sem ég sá á bloggari.is og aðrar sem ég man frá því ég var sjálfur busaður “Ég geng í...

Nei hvur fjárinn (20 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Ég versla reglulega á Amazon.co.uk og ný nýlegast keypti ég mér Pulp Fiction SE, Donnie Darko og Boondock Saints allar í sömu sendingunni, um leið og ég fékk þær í hendurnar hentist ég inní herbergi til að horfa á þessar snilldar myndir og það í fyrrnefndri röð. Pulp Fiction var náttúrulega yndisleg að vanda og loksins gat ég horft á hana í Widescreen og allt frábæra aukaefnið með henni. Donnie Darko var líka brilliant í WS og með góðu aukaefni… en þá kom sjokkið, Boondock Saints.. ég hélt...

Nokkrar hugleiðingar um greinaskriftir. (10 álit)

í Deiglan fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Mér datt í hug að skrifa grein um greinar hér á huga. Svo virðist sem fólki sé að verða meira og meira sama um innihald og uppbyggingu greina sinna núna heldur en áður, ég sem hélt að þessi þróun ætti að vera í hina áttina, eftir því sem Hugi varð eldri þá myndi hann þróast jákvætt og fólk myndi senda inn betri og betri greinar. En svo er því miður ekki, þó má benda á að inná milli koma mjög góðar og fræðandi greinar og finnst mér eins og það fari bara eftir stjórnendum áhugamálanna hversu...

Bíllinn minn og græjurnar í honum. (28 álit)

í Græjur fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Nú er best að fá smá fróðleik útúr ykkur græjuköllunum hérna. Ég er þónokkur áhugamaður um tónlist og finnst þar að leiðandi gaman að geta hlustað á hana í bílnum mínum. Ég keypti mér fyrir stuttu 95 árgerð af VW Golf GTI og daginn eftir fór ég niðrí ásco og fjárfesti í Type R hátölurum og magnara frá Alpine. Framsettið heitir SPR-176A og er 6 og 1/2 tommu með með aðskildum tweeter. Hátalarinn er í hurðarspjaldinu og tweeterinn er inní mælaborðinu í þar til gerðum tweeter hatti. Aftursettið...

10 lög sem ég held uppá (Part One) (5 álit)

í Músík almennt fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Jæja hér fyrir neðan eru nokkur lög sem mér finnst vera skemmtileg. Og ef tími gefst þá kemur framhaldsgrein með lögum úr öðrum tónlistartegundum. Vona bara að þið njótið lestursins.. Verði ykkur að góðu. Best að byrja neðst á listanum. Nr-10 M Beat Featuring General Levy - Incredible Ok ef partý-ið er slappt þá þrusarðu þessu í tækið og ferð að hreyfa rassinn… Brilliant lag. Nr-09 Basement Jaxx - Rendez Vu Ég keypti mér diskinn þeirra Remedy eftir að hafa heyrt þetta lag í útvarpinu. Það er...

5 Lög sem ég mun alltaf fíla..... (12 álit)

í Músík almennt fyrir 22 árum
Tónlist er að mínu mati einn mikilvægasti þátturinn í lífi mínu og ég get ekki hugsað þá hugsun til enda að verða heyrnarlaus (7-9-13 *knock on wood*) eða geta af einhverri ástæðu ekki hlustað á tónlist. Smekkur manna byggist á umhverfisáhrifum eins og svo margt annað, ef pabbi þinn spilaði Led Zeppelin á fullu blasti í gamla daga þá eru helmingslíkur á því að þú annað hvort hatir eða elskir þá hljómsveit. Varðandi tónlist þá er varla hægt að segja að það sé millivegur, annað hvort fílarðu...

Drauma bíllinn minn (28 álit)

í Bílar fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Mig langaði að brugga upp svona umræðu.. Silfurgrár 2002 BMW M5 BMW M5 er að mínu mati holdgerfingur hins fullkomna bíls. Jafnvel þótt að það séu til ennþá kraftmeiri og hraðskreiðari bílar þá er M5 fágaður, ruddalegur og praktískur allt í sama pakkanum. Vélin í M5 er það lang skemmtilegasta við bílinn 5 lítrar, 8 strokkar í V lögun, 400 hestöfl (294KW) við 6600 snúninga. Snúningsátak vélarinnar er 500 Newton sem er meira en nóg til að varpa bílnum úr kyrrstöðu í hundrað kílómetra hraða á...

SLC Punk! (15 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Leikstýrð og skrifuð af James Merendino. Aðalhlutverk: Matthew Lillard, Michael Goorijan, Annabeth Gish og Jennifer Lien. Ég fór á videóleiguna í gær og náði mér í tvær spólur.. Freddy Got Fingered (ekki spyrja mig af hverju) og Salt Lake City Punk. Eftir að jafna mig á reiðinni sem safnaðist upp í mér eftir að hafa eytt 400 kr í það sorp sem Freddy Got Fingered er, fór ég að horfa á SLC. Og ég var ekki lengi að jafna mig því að hún kom svo sannarlega á óvart.. SLC fjallar um Stevo,...

Í tilefni Airwaves, grein um The Hives (12 álit)

í Rokk fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Mikið hefur verið skrifað um sænska bílskúrs pönk uppskafningana í The Hives síðan 2000, þegar Veni Vidi Vicious var upprunalega gefin út(Endurútgefin af Warner Bros 2002) Mest af því hefur lesist eins og dæmigert, “mest spennandi rokk band í áraraðir” öfgar. En mest af því, reynist vera satt. The Hives hafa ákveðið að nálgast Veni Vidi Vicious með eitt markmið í huga: að rokka – óvægt – í tuttugu og sjö mínútur. Jafnvel tilkomumeira, þá tekst þeim það mjög vel. Í óskýrum samhljómi og...

Enn ein topp tíu greinin. (53 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Topp tíu myndirnar mínar….. Hér er listinn minn og hvers vegna ég valdi þessar myndir. Shawshank Redemption. Leikstjóri: Frank Darabont Upprunalega smásaga eftir Stephen King (Rita Hayworth And Shawshank Redemption) Af öllum myndum sem ég hef horft á er ég búinn að horfa oftast á þessa. Númer tvö á topp 250 listanum á IMDb og á það fyllilega skilið. Ástæðan fyrir því að ég set hana í fyrsta sæti er sú að þessi mynd eldist ekki, ég get alltaf horft á hana og í hvert skipti sem ég sé hana þá...

Ég þú og allir hinir hugararnir (48 álit)

í Deiglan fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Mig langar að ræða nokkur málefni sem brenna heitt á bæði mér og þessu litla/stóra netsamfélagi. Stig: Stigin hafa oft á tíðum náð upp á pallborðið og sumir hverjir eru alltaf sínöldrandi um það að þessi hluti huga ætti að vera tekin út og get ég ekki sleppt því að segja frá því að einusinni var ég á móti stigunum, en hef nú löngu síðar sætt mig við tilveru þeirra þar sem þetta er ágætis mælikvarði á notkun vefjarinns og hvað fólk hefur verið duglegt við að senda inn greinar og svo...

The Dandy Warhols í stuttu máli (11 álit)

í Rokk fyrir 22 árum, 10 mánuðum
The Dandy Warhols stofnuð árið 1992 í Portland, Oregon. Söngur / Gítar: Courtney Taylor-Taylor Gítar: Pete Holmström Hljómborð / Bassi: Zia McCabe Trommur / Bakraddir: Brent DeBoer Saga The Dandy Warhols Söngvarinn/gítarleikarinn Courtney Taylor var trommari í bandi sem hét Beauty Stab áður en hann stofnaði The Dandy Warhols Portland, Oregon snemma á tíunda áratugnum. Hann tók sig saman við hljómborðsleikarann Zia McCabe, gítarleikarann Peter Holmstrom og trommarann Eric Hedford og saman...

Uppáhalds Lögin í gegnum tíðina (4 álit)

í Músík almennt fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Datt í hug að setja saman smá laga lista yfir lög sem ég hef fílað í gegnum árin skipt eftir tegund tónlistar. Forvitnilegt væri að sjá svipaðan lista hjá ykkur með þeim flokkum sem hver og einn fílar. Ath. Mér er nokk sama hvað hverjum finnst um minn tónlistarsmekk mig langar bara að deila þessu með ykkur. Og þessi listi er langt frá því að vera full gerður. Í engri sérstakri röð: Alternative 1. Dandy Warhols – Everyday Should Be A Holiday 2. Live – Lightning Crashes 3. Stone Temple Pilots...

Hvernig bæti ég á mig (22 álit)

í Heilsa fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Ok ég er 189 cm á hæð og 60 kg Ég fór til læknis í dag og spurði hann hvað ég væri að brenna á dag og hann sagði 35000-4500ccal á dag og ég ætti að fara að lifta ásamt því að fara éta svona fæðubótaefni sem byggjast uppá próteinum og kolvetnum. Hvernig er gott að byrja? Hvað á maður að æfa mikið á dag og hvað oft í viku? Hvenær ætti maður að byrja að taka kreatin og hvort á ég að nota Kreatin eða Kreatin Fosfat? Hvaða fæðubótaefnum mæliði með? Með fyrirfram þökk

Peace Orchestra - Peter Kruder (5 álit)

í Raftónlist fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Peace Orchestra mun slá í kunnuglegan tón hjá nemendum downbeat raftónlistar. Peace Orchestra er hliðarverkefni Peter Kruder af hinum dáðu Kruder & Dorfmeister sem ég skrifaði greinar um fyrir stuttu. Á meðan K&D eru aðallega þekktir fyrir DJ og remix vinnu sína( þeir hafa einugis gefið út nokkrar smáskífur og eina breiðskífu af sínu eigin efni), Peace Orchestra sannar að Kruder vinnur alveg jafn vel í eins-manns-bandi. Hann smíðar sína chilluðu skýjakljúfa frá kjallaranum og uppí þakíbúð,...

Kruder & Dorfmeister (8 álit)

í Raftónlist fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Jæja ég verð nú að standa við orð mín um að skrifa aðeins meira um þá félaga Peter og Richard Dj Kicks útgefandi: STUDIO K7 Tegund: House/Freestyle/Dance Vá! Dj Kicks er annar diskur þeirra K&D, gefinn út af hinu virta Studio K7, diskurinn er mixaður á mikilfenglegan hátt og það er augljóst að dúóið var undir miklum djassáhrifum er diskur þessi var settur saman og heyrist það sérstaklega á miðjum disknum og þá aðallega í lagi þeirra High noon sem og lagi Theivery Corporation, Shoalin...

Kruder & Dorfmeister (16 álit)

í Raftónlist fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Ég tók mig til og hóf að skrifa umsögn um uppáhalds raftónlistarmennina mína. Hér hafiði dóm um K&D sessions. Kruder & Dorfmeister The K&D Sessions (G-Stone/Studio K7) Kruder & Dorfmeister Sessions Áhrifamikill og yfirgripsmikill tvöfaldur diskur frá vínartakt-strákunum, Peter Kruder og Richard Dorfmeister. The K&D Sessions er síðbúinn, flekklaust mixuð samantekt frá kraftmikla dúóinu, sýnandi frumlega, áhrifamikla “hispurslausa, lagagerð. Lögin virka eins og heil eining, skapandi...

Séð inní framtíðina (7 álit)

í Dulspeki fyrir 24 árum, 5 mánuðum
Mér finnst eins og ég geti séð atvik fyrirfram þá eins og ég fái deja vu nema ég sé hverstdagslega hluti og sjokkerast alveg vegna þess að ég hef séð þetta áður í nákvæmlega sama sjónarhorni birtu og heyri meira að segja Það sama þó ég hafi aldrei komið þangað áður hvað finnst ykkur um þetta

Sjúklegt (12 álit)

í Hugi fyrir 24 árum, 5 mánuðum
Það er eitt sem ég skil ekki Hvernig í fjáranum þið nennið að hanga fyrir framan tölvuna allann sólarhringinn mér finnst alltílagi að setjast fyrir framan skjáinn í svona 2 klukkutíma en að gera ekkert annað allan daginn það er svolítið brjálæðislegt svo ég minnist nú ekki á kostnaðinn við það að hanga svona á netinu fyrir þá sem eru ekki með adsl eða þvíumlíkt setjum það svona ég er með 145 stig og er búin að vera meðlimur frá byrjun og Vinir mínir segja að ég hangi of mikið fyrir framan...

Quotes úff Austin Powers (0 álit)

í Hugi fyrir 24 árum, 5 mánuðum
(höfuðstöðvar bresku leyniþjónustunnar) Captain: For god´s sake try to lose some weight. Fat Bastard: ooh i´m a hard case he say´s ..well listen up i ate a baby..baby it´s whats for dinner.. (dr evils seacret volcano lair) Fat bastard: first things first where´s your shitter i gotta turtlehead pokin out…oohhhh it´s all squidgee…ohh i´m getting all emotional about this… Dr.Evil: oh god Fat Bastard: uu he´s tiny ..wait a minute..he kinda looks like a baby..listen Dr evil i´ll make you a deal...

Star trek polítík (0 álit)

í Sci-Fi fyrir 24 árum, 6 mánuðum
hvað myndu þið segja að ætti að kalla pólitíkina sem er í gangi hjá the federation ég myndi giska á að þetta væri blanda af Despotism og communism correct me if i´m wrong
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok