Bara smá forvitni hér: Heima er ég að spila UT á 266 MHz hækju, að vísu með 192 MB í minni en Voodoo 1 kort. Ég er með ADSL sem gefur mér þokkalegt ping og leikurinn er vel spilanlegur, nema hvað hann höktir nokkuð á stórum borðum. Spurningin er hins vegar hversu mikið þetta heftir mann? Hefur einhver reynslu af því að spila bæði á hækjum og eðaltölvum sem gæti sagt mér hversu mikið það hefur áhrif á spilamennskuna (ekki bara smartari grafík). Skiptir ADSL-ið kannski meira máli? Kveðjur...