Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

MrGoodman
MrGoodman Notandi frá fornöld 46 ára karlmaður
586 stig
Góðar stundir.

Árslistar 2004 (25 álit)

í Danstónlist fyrir 20 árum
Nú, þegar aðeins rétt rúm vika er í að PZ útvarpi árslista sínum og rétt rúmur sólahringur í Breakbeat.is árslistann, veit ég að margir eru tilbúnir með lista og aðrir að gera lista. Mér finnst því tilvalið að menn pósti þeim hér, eins og gert hefur verið undanfarin ár. Hér er allavega minn listi: 01. Airwave - Ladyblue (Markus Schulz Coldharbour Mix) 02. Above & Beyond - No One On Earth (Gabriel & Dresden Remix) 03. Brian Eno - An Ending (Ascent) (Leama & Moor Remix) 04. Oceanlab feat....

Ósanngjörn Popprýni í Fréttablaðinu. (64 álit)

í Popptónlist fyrir 21 árum
Ágætu poppunnendur. Það hefur vakið athygli mína undanfarið að þegar tónlistargagnrýnandi Fréttablaðsins, Birgir Örn Steinarsson, tekur popptónlistaplötur fyrir er hann vægast sagt ósanngjarn og fordómafullur. Ég hef ekki látið þetta fara í taugarnar á mér, þangað til núna. Tónlistargagnrýnandi Fréttablaðsins sá ástæðu til að ljúga beint í gagnrýni sinni blaðinu í dag. Orðrétt stendur: “Sú vitleysa að stúlkurnar semji lög sín sjálf hefur verið á kreiki en leiðréttist hér með. Þær eru bara í...

Ársuppgjör 2003 (32 álit)

í Danstónlist fyrir 21 árum
Þá hafði maður sig loksins í að gera upp árið 2003 og setja saman lista yfir það sem manni fannst standa framarlega á árinu. Valið fannst mér erfiðara núna en í fyrra, sem var sérstaklega stórt breiðskífu-ár að mínu mati. Hér er allavega listin: Singlar: 01. James Holden - A Break In The Clouds James Holden er einfaldlega tónlistamaður síðasta árs að mínu mati. Sándheimurinn sem hann skapar er einstakur þar sem hann hefur ótrúlegt eyra fyrir smáatriðum. 02. Petter - These Days Petter er víst...

New Icon kynnir: Lewis Copeland á Kapital! (2 álit)

í Danstónlist fyrir 21 árum
Þá er að líða að næsta New Icon partýi, sem hafa vakið góða lukku. Það verður haldið með pomp og prakt á Kapital þann 17. janúar næstkomandi og má búast við þrusupartý.. Í þetta skiptið ætlar Lewis Copeland að heiðra íslendinga með nærveru sinni og halda góðri partý stemningu eins og honum er einum lagið. Honum til halds og trausts verða þeir félagar Tommi White og Andrés. Einnig má búast við að Urður (Gusgus) og Maggi ‘Blake’ muni mæta á staðinn til að þenja raddböndin og Funky...

Steve Lawler (14 álit)

í Danstónlist fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Steve Lawler er loksins á leiðinni til Íslands. Technics ætla að bjóða okkur uppá þennan meistara meðal plötusnúða, sem mun tæta allt og trylla á Broadway þann 19. desember. Steve Lawler er þekktur sem einn duglegasti plötusnúðurinn í bransanum. Síðastliðin ár hefur hann kætt fólk á, meðal annars, Zouk í Singapore, Groovejet í Miami, Twilo í New York og hinum máttuga Space á Ibiza, þar sem hann hefur verið krýndur kóngur af innfæddum. Steve spilar í hverri viku á Deep South kvöldunum á...

1.10 við fyrst sín (17 álit)

í Blizzard leikir fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Mér leikur forvitni á að vita hvað fólki finnst um nýja patchin. Ég sjálfur er á báðum áttum. Til að byrja með finnst mér að Blizzard hafi dregið of mikið úr mætti sorceress. Ég á sorceress sem er í öllu Tal Rasha settinu ásamt öðrum góðum hlutum og mér finnst hún ekki vera að gera sig, allavega ekki eins og áður. Er með góð resistance og gott block, en allt kemur fyrir ekki. Maður virðist þurfa að vera með ansi mikið faster hit recovery til að festast hreinlega ekki á sama stað, sé maður...

10 ástæður fyrir því að ég elska House (40 álit)

í Danstónlist fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Ákvað að skella einni upp um House líka, fyrir þá sem höfðu gaman af techno greininni. Eins og í hinni greininni eru þetta aðeins 10 ástæður af mun fleiri. Eric Kupper presents K-Scope - “Planet K” Þetta er lag sem ég mun líklega aldrei hætta að elska meira en lífið. Eric Kupper fer hér á kostum í einu þekktasta lagi sem kom út á hinu goðsagnakennda Tribal UK. Þverflautusólóin gerðu lagið að þeirri klassík sem það er í dag. Deep Dish presents Elastic Reality - “Casa De X (Deep Dish Does X...

10 ástæður fyrir að ég elska techno (159 álit)

í Danstónlist fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Af þeim fjölmörgu ástæðum fyrir að ég elska techno, koma hér 10. Yennek - “Dancing Tides” Hér er Kenny Larkin á ferð með lag sem ég fæ einfaldlega ekki nóg af. Einstaklega melódískt, eins og margt af hans dóti, og fullt af tilfinningu. Mjúkt, þægilegt grúve með breakbeat áhrfium. 69 - “Desire” Eitt fallegasta og tilfinningarþrungasta lag allra tíma að mínu mati. Carl Craig hefur gert margt stórkostlegt á sínum ferli, en þetta finnst mér standa hæst. “C4,5” Besta lúppa allra tíma að mínu...

Áhrif MTV á tónlistarheiminn (20 álit)

í Músík almennt fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Ég hef oft séð fólk á þessum ágæta vef setja út á MTV og saka þá stöð um að hafa gert mikin í að skaða á tónlistarheiminn. Til að byrja með finnst mér þessi gagnrýni ekki fyllilega réttmæt sökum þess að MTV hefur alltaf farið eftir því sem áhorfendur vilja. Það segir sig sjálft að sjónvarpsstöð sem hunsar áhorfendur sína missir fljótt niður áhorf. Mér finnst líka rétt að benda á það að MTV framleiðir ekki myndböndin sem það spilar og eyðir engum pening í markaðssetningu tónlistarmanna, það...

Af hverju 50 Cent? (162 álit)

í Hip hop fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Ágætu hiphop unnendur. Undanfarin 3-4 ár hef ég ekki verið að fylgjast mikið með hiphop-heiminum (allavega ekki eins og fyrir 10 árum), ég reyni þá að skoða það sem mér er bent á að sé gott. Ég hef undrast mismikið yfir vinsældum hinna og þessa rappara, en geri mér þó grein fyrir að einhverjir eru bara strengjabrúður plötufyrirtækja (samanber t.d. Nelly) sem vilja trekkja inn að hiphop æðinu sem hefur tröllriðið hinum vestræna heimi undanfarið. 50 Cent er ansi mikið að rugla mig þessa...

Ein gullöld eða fleiri? (51 álit)

í Gullöldin fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Ágætu hugarar. Nú hef ég stundað þetta gullaldaráhugamál svolítið og er mjög ánægður. Þó finnst mér skrítið að ég hef ekki séð greinar frá neinu öðru tímabili en gullaldartímabili rokksins (kannski ekki orðið var við þær?). Er þetta áhugamál eingöngu fyrir rokkara? Ég hef dálítið fundið fyrir því viðhorfi hérna að aðeins rokkhljómsveitir frá árunum 1960-1980 geti talist til hljómsveita er tengja má við gullaldartímabil (hef meira að segja séð hiphop aðdáendur blammeraða fyrir að nefna hiphop...

Layo & Bushwacka! - Frá byrjun að nútímanum (12 álit)

í Danstónlist fyrir 21 árum, 4 mánuðum
“Við höfum trú á sömu hlutunum, góðu fólki, góðum parýjum og góðri tónlist. Í raun trú á acid house.” Þannig eru opnunarorðin á vefsetri The End Records og lýsa þessi orð stemmningu þeirra félaga vel. Ástarsamband þeirra við danstónlist hófst strax á unglingsárum, einmitt á þeim tíma er acid house réði klúbbasenu breta. Layo Paskin á furðulegt nafn sitt afa sínum og ömmu að þakka, en þau eru rússnensk. Layo er sonur arkitekts (pabbi hans) og rithöfundar (mamma hans). 16 ára gamall var hann...

Eilíft nöldur (18 álit)

í Deiglan fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Góðan dag ágætu hugarar. Eftir að hafa lesið svör við grein um Metallica á Metal-áhugamálinu fór að spá í hvað það er sem fær fólk alltaf til þess að nöldra og kvarta í stað þess að líta einfaldlega framhjá. Í þessu tilfelli hefur ungur maður verið duglegur við að skrifa gerinar um ákveðin lög með áðurnefndri hljómsveit, ekkert slæmt við það. En málið er að meirihluti svara var fólk að kvarta yfir of mörgum geinum um hljómsveitina. Af hverju sleppir fólk því ekki bara að lesa greinarnar og...

Hvernig skal forðast dupes? (32 álit)

í Blizzard leikir fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Þannig er mál með vexti að ég hef verið að spila Diablo2LOD á netinu í rúm 2 ár, með hléum. Mestan þann tíma hefur mig langað í Schaefer's Hammer til að geta fullkomnað góða paladin'inn minn. Fyrir ekki svo löngu síðan varð mér til láns að ég fann Ohm rún. Ég fór og trade'aði henni fyrir Stormshield (ekki hugmynd um hvort það voru góð trade eða ekki*). Stormshield'in trade'aði ég svo, ásamt Occulus og Skullder's Ire (ásamt fleiri smáhlutum), fyrir Schaefer's Hammer. Gleðin var mikil, því...

Diablo 2 Mods (13 álit)

í Blizzard leikir fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Hér ætla ég að skrifa um mods á Diablo 2. Mods lít ég ekki á sem svindl eða hacks þar sem þau virka ekki á Realms á Battle.net og breyta leiknum yfirleitt það mikið að maður fær aðra tilfinningu fyrir honum. Fyrir einhverju síðan var ég kominn með dálitla leið á Diablo 2 eftir mikkla spilamennsku. Mér fannst því upplagt að athuga hvað væri hægt að gera til að brjóta upp þessa hefðbundnu spilamennsku og fór að sjá hvort til væru aðrar útfærslur af leiknum. Fljótlega fann ég “enhanced drop”...

Athyglisverðustu snúðar þjóðarinnar? (39 álit)

í Danstónlist fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Inná korkana komu spurningar sem mér finnast bjóða uppá skemmtilega umræðu. Ég ákvað því að einfaldlega copy/paste'a þetta hingað inn ásamt mínu svari. Fáum smá umræðu. Ploma skrifaði: “Plötusnúðar hafa verið til alveg frá því að plötuspilarinn sem slíkur var fundinn upp. Tækni dj-sins hefur hins vegar þróast með árunum og telja má upp allskonar gerðir af plötusnúðatækni. Hvaða Íslensku dj-ar finnst ykkur standa upp úr og hvers vegna. Hver finnst ykkur sá eftirminnalegasti frá upphafi og af...

Arkestra One - Arkestra One (6 álit)

í Raftónlist fyrir 22 árum
Á síðasta ári kom út beiðskífa frá Arkestra One sem ég féll strax fyrir og skrifaði plötudóm um. Plötudómur þessi átti að birtast í Sánd, en sökum anna og plássleysis í blaðinu varð því miður ekkert úr því. Glöggir muna kannski eftir að ég var með breiðskífu á topp 10 breiðskífulista mínum fyrir síðasta ár, sem ég birti hér ekki alls fyrir löngu. Hér birtist dómurinn. Fyrir stuttu síðan var ég að skoða mig um í heimi sem kenndur er við internet og rakst á hljóðbrot af óútkominni breiðskífu...

Underworld (26 álit)

í Danstónlist fyrir 22 árum
Fyrir ekki svo löngu síðan gáfu Underworld út sína fjórðu breiðskífu og þess vegna finnst mér við hæfi að stikla á stóru í sögu hljómsveitarinnar, þótt fyrr hefði verið. Saga Underworld hefst fyrir meira en 20 árum þegar Rick Smith og Karl Hyde hittast í partý hjá þeim fyrrnefnda árið 1981. Tveimur árum seinna eru þeir búnir að stofna hljómsveitina Freur. Freur náði ekki að verða neitt sérstakt nafn, en þeir náðu þó einu lagi inn á vinsældalista. ‘Doot Doot’ hét lagið og náði einhverjum...

Saga Trance Tónlistar (24 álit)

í Danstónlist fyrir 22 árum
Ég ætlaði upprunalega að svara síðustu grein, en ákvað svo að skrifa grein og fara yfir það helsta í sögu Trance tónlistar. Þetta byrjaði allt í upphafi tíunda áratugsins. Árið 1990 var Hardcore-senan farin vel af stað í Þýskalandi. Það ár fór Westbam af stað með Low Spirit útgáfuna, sem er ennþá stórt veldi í Þýskalandi. Ári seinna fór Westbam af stað með Mayday, stærsta innanhús rave sem haldið hafði verið. Mayday er hefur verið árlegur viðbruður síðan, ennþá risastór (næsta er 30.04.03 í...

Um Ritalin (Methylphenidate) (25 álit)

í Börnin okkar fyrir 22 árum
Í kjölfar umræðu sem hefur verið í gangi hér um ofvirk börn og Ritalin ákvað ég að skrifa grein um þetta lyf og vonast til að hjálpa til við að eyða fordómum sem sumir virðist þjást af. Ég sá að einhver talaði um að það væri slæmt að gefa börnunum sínum róandi lyf og dópa þau þannig upp. En er það málið? Eru foreldrar ofvirkra barna að gefa börnunum sínum róandi lyf til þess að dópa þau niður? Það held ég ekki, allavega miðað við þær upllýsingar sem ég fékk um þetta lyf á alnetinu góða....

Árið 2002 (8 álit)

í Danstónlist fyrir 22 árum
Nú er (einsog allir vita) síðasti dagur ársins og í tilefni þess langar mig að vita hvað fólk hlustaði á á árinu. Eftirtaldar breiðskífur fannst mér standa uppúr: 01. Arkestra One - Arkstra One (aka. Skydiving) 02. Ampop - Made For Market 03. Sasha - Airdrawndagger 04. Koop - Waltz for Koop 05. L.S.G. - The Hive (lp) 06. Ulrich Schnauss - Far Away Trains Passing By (gæti þó hafa komið 2001) 07. The Streets - Original Pirate Material 08. Airwave - (?) My Lady Blue (?)(Man ómögulega hvað hún...

Gwar (9 álit)

í Metall fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Í allavega áratug hef ég verið mjög forvitinn þegar kemur að þessari hljómsveit. Svo var það um daginn að ég kynnti mér málið betur en áður og ákvað því að deila þessu með ykkur. “Saga Gwar byrjar fyrir milljónum ára þegar geimverur rómuðu um heiminn í hópum af geim-sjóræningjum kölluðum “Scumdogs of the Universe”. Eftir að Gwar féll í áliti hjá foringja sínum voru þeir sendir í útlegð á stærstu drullukúlu veraldar… Jörðina. Eftir að hafa útrýmt risaeðlunum og óviljandi skapað manninn með...

Sven Väth - Fire (5 álit)

í Danstónlist fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Í tilefni þess að meistari Sven Väth er nýlega búinn að senda frá sér breiðskífu ætla ég að fara stuttlega yfir feril hans og segja svoldið frá þessari plötu. Sven er búinn að vera lengi í bransanum, en hann byrjaði ferilinn sem söngvari hljómsveitarinnar OFF (Organisation for Funk). Þessi hljómsveit, sem innihélt einnig 2 stofnmeðilimi Snap!, náði að senda frá sér eitt lag (Electric Salsa) sem varð vinsælt um heim allan árið 1987. En OFF entunst ekki lengi og hættu stuttu eftir þetta. Eftir...

Laurent Veronnez - Airwave - Body-Shock (1 álit)

í Danstónlist fyrir 23 árum
Ég er búinn að vera “uppgvöta” þessa miklu progressive hetju og verð hreinlega að deila þessu með ykkur. Laurent Veronnez er fæddur og uppalinn í Brussel í Belgíu. Hann byrjaði ungur að fikta við synthesizer-a og tölvur heima hjá sér, svo strax og hann sendi firstu demó upptökurnar til Lightning Records byrjuðu menn að kalla hann nýju hetjuna í progressive geiranum. Hann vakti first athygli undir nafninu Fire and Ice, svo Airwave og Body-Shock. Hann sjálfur lýsir tónlist sinni sem “hreinni...

Fíkniefni - Orsök og afleiðing (21 álit)

í Deiglan fyrir 23 árum
Ég veit að margir eru dauðþreyttir á þessari umræðu, enda ætla ég mér ekki að taka afstöðu til neins með þessari grein. Ég er meira svona að varpa fram hugmynd / spurningu. Málið er það að það er alltaf talað um alla þá sem deyja af völdum fíkniefna á Íslandi. Ég hafði alltaf tekið áróðra góða og gilda, þangað til að ég rakst á þessa staðreynd: “Samkvæmt skýrslu frá Fræðslumiðstöð í fíknivörnum, (Áfengis- og fíkniefnamál á Íslandi, nóv. 1998), er ekki vitað um nema eitt dauðsfall hér á landi...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok