Það var sama sagan eftir leik Man.utd og West Ham. Ekki það að hið stórgóða lið Manchester (það verðu því miður að viðurkennast) væri að tapa heldur að þegar Manchester tapar er það aldrei alveg þeim að kenna. Ferguson sagði að dómarinn hefði átt að bæta meira við, þeir áttu að fá víti, það væri rugl að leyfa rugby-leiki á vellinum á haustin, en hann viðurkenndi líka að sóknarmennirnir hefðu átt að klára leikinn og vörnin hefði átt að verjast þegar markið var skorað, en ekki stoppa og bíða...