The Smiths var stofnuð um vorið 1982, í Manchester af þeim John Maher(Johnny Marr) og Steven Patrick Morrissey (Morrissey) þegar Johnny Marr bankaði upp á hjá Morrissey og sagðist vilja stofna band. Eftir stutt spjall ákváðu Morrissey og Marr að stofna band saman. Þeir voru ekki lengi að finna nafn. Nafnið var The Smiths. Upp úr því varð til eitt besta tvíeyki rokksögunnar. Þeir fengu í sveitina til sín Andy Rourke á gítar, skólafélaga Johnny Marr og Mike Joyce sem trommara. Johnny Marr sá...