Við, allt mannfólk, erum næm, mismikið samt sem áður, næmnin er mjög sterk um 2ja ára aldur, eftir það hjaðnar næmnin hjá flestum mjög mikið. Uppeldi hefur eitthvað með þetta að gera, já skyggni gengur í ættir. Unglingsárin eru erfið og yfirleitt lokast á næmni og skyggni á þessum árum, en eflast aftur um 18 - 19 ára aldur. Já ég tel þig vera skyggn, en þú getur látið loka á þetta (eða reynt). Ekki vera áhyggjufull, lestu þig til um þetta og farðu svo eftir þínu eigin höfði. Gangi þér vel :-)