Nú fer að koma að því að ráðist verður að harðstjórn Saddams Husseins og hún gerð óvirk. Þar með mun ljúka a.m.k. 25 ára þjáningu fólksins í Írak, sem er orðið langþreytt á þessari vitleysu, heldur að það sé öðrum þjóðum að kenna að þau séu að deyja, þótt að sameinuðu þjóðirnar hafi sett í gang prógrammið olíu fyrir mat, sem leyfir Írak að skipta einhverju af þessari gríðar miklu olíu sem ríkið á fyrir mat, lyfjum og nauðsynjum. Því miður hefur ekki ein króna farið í lyf né næringu af þeirri...