Af sögu Vestmannaeyja Marga drápu ræningjarnir af hreinni morðfíkn og limlestu líkin. Erlendi nokkrum Runólfssyni stilltu þeir upp fram á bjargbrún og skutu hann niður, svo hann féll um hundrað faðma. Þá fundu ræningjarnir mann að nafni Ásmund, þar sem hann lá á sóttarsæng. Hann stungu þeir í sundur, svo að sæng hans varð rauð af blóði. Bjarna nokkurn Valdason hjuggu þeir þvert yfir höfuðið fyrir ofan augun. Konur fundust dauðar við sínar bæjardyr, sumar stungnar með spjótum, aðrar höggnar,...