Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Metall?

í Metall fyrir 17 árum, 7 mánuðum
stundum er örþunn lína milli rokks og metals, til dæmis gömlu lögin með Saxon (t.d. Heavy Metal Thunder, Denim And Leather) og Rainbow (Kill The King, Long Live Rock ‘N’ Roll) eru ekki beint Heavy Metal í nútímaskilningi, en þóttu þung á sínum tíma. Það fer allt eftir stað og stund hvort ég kalli þessu lög hard rock eða heavy metal (sem ég myndi telja léttasta metalinn). En annars er metall fyrir mér að fylgja ekki ráðandi tónlistarstefnum og verða frægur, heldur að semja tónlist sem er í...

Re: Ac/Dc

í Rokk fyrir 17 árum, 7 mánuðum
það er búið að benda þér á fullt af lögum svo mér finnst óþarfi að bæta fleirum við. En endilega kynntu þér hljómsveitina Krokus líka, hún er nánast alveg eins og Ac/Dc, þú átt ekki eftir að verða fyrir vonbrigðum. Bætt við 16. apríl 2007 - 23:36 Kannski Accept líka, mér finnst þeir vera pínulítið “Ac/Dc goes Metal”. mæli með Metal Heart og Balls To The Wall með þeim.

Re: Iron Maiden

í Metall fyrir 17 árum, 7 mánuðum
sama og með DarkMajesty, Maiden gerðu mig líka að metalhaus. Án efa sú hljómsveit sem er í lang mestu uppáhaldi ennþá eftir 5 ár. Það er bara eitthvað í einfaldleikanum sem lætur þá skara fram úr og bera höfuð og herðar yfir allar aðrar hljómsveitir sem ég hef kynnst (og þær eru margar). Hef eytt fleiri tugum þúsunda í tónlist og varning með þeim og mér finnst það vera hverrar krónu virði. Up The Irons

Re: Iron Maiden

í Metall fyrir 17 árum, 7 mánuðum
well.. það er ástæða fyrir vinsældum þeirra. það eru ekki allir með þinn smekk

Re: Trivia - Íslam

í Sagnfræði fyrir 17 árum, 7 mánuðum
hef ekki kíkt á svörin sem eru þegar komin 1. Hver er munurinn á Súnní og Sjíta Múslima? Þeir deildu um hver ætti að vera eftirmaður Múhameðs, faðir hans eða mágur minnir mig. man ekki hvor fylkingin studdi hvern. 2. Hverjir stofnuðu Írak og undir hvaða forsendum var það gert? pass 3. Hverrar þjóðar var Saladín? sádí arabískur? 4. Hvað er í miðju Mekka og afhverju er það talið heilagt? Kaaba, og það er heilagt vegna þess að þar geymdu hirðingjar (forfeður múslima) skurðgoð, og svo síðar var...

Re: Nile - The Dream of Ur

í Metall fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Það var ekkert

Re: Nile - The Dream of Ur

í Metall fyrir 17 árum, 7 mánuðum
bara til að vera smámunasamur, þá var Ur borg í mesópótamíu, ekki egyptalandi

Re: Nile - The Dream of Ur

í Metall fyrir 17 árum, 7 mánuðum
nei, það heitir To Dream of U

Re: Nile - The Dream of Ur

í Metall fyrir 17 árum, 7 mánuðum
nei, þetta er tyrkneskt hljóðfæri sem heitir annað hvort Baglama eða Saz, ég veit að þeir nota bæði hljðfærin en ég þekki ekki muninn á hljóðinu (hann er ekki svo mikill samt) Bætt við 11. apríl 2007 - 18:44 og já, þetta er alveg fáránlega flott lag

Re: Er guð til ?

í Dulspeki fyrir 17 árum, 7 mánuðum
í trúarbragðasögu, efast um að það séu lélegar heimildir. og svo hef ég lesið Gilgameskviðu (að hluta til, og tók eftir mörgum líkindum)

Re: Ætlar einhver á Rock Fest 2007 í wisconsin á KISS?

í Rokk fyrir 17 árum, 8 mánuðum
ekki ég. Mér líst bara vel á Kiss og Deep Purple, hef ekki nokkurn áhuga á restinni

Re: Hvernig ég byrjaði að hlusta á metal...

í Metall fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Anthrax er ekki rapphljómsveit þó að I´m The Man og Bring The Noise séu rapplög. Linkin Park er ekki metall þó það séu einstaka metal riff í lögunum

Re: Hvaða ríki er þetta?

í Sagnfræði fyrir 17 árum, 8 mánuðum
hehe, skarplega athugað

Re: Hvað hlusta ég á þegar mig langar til að segja: "Fuck it all!"

í Metall fyrir 17 árum, 8 mánuðum
datt það líka í hug þegar ég las titilinn á korknum

Re: Hvaða ríki er þetta?

í Sagnfræði fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Mongólarnir réðust samt á Mekka og fleiri borgir í Sádí arabíu einhverntímann á 7.eða 8.öld, en sádí arabía fellur ekki undir græna svæðið

Re: Hvaða ríki er þetta?

í Sagnfræði fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Það fyrsta sem mér datt í hug var Indusmenningin, minnir að hún hafi náð alveg frá kína og eitthvað inn á meginland evrópu, en þar sem indland er ekki litað, þá dettur mér ekkert í hug Bætt við 30. mars 2007 - 18:50 hehe, nær ekki heldur inn á meginland evrópu þetta, tek svar mitt til baka

Re: Er guð til ?

í Dulspeki fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Mér finnst þetta óþarfa gagnrýni á Kristni (nei, ég er ekki kristinn) því þetta er eitthvað sem þú veist greinilega mjög lítið um. Finnst þetta léleg grein með lélegum rökum. Ég var búinn að skrifa heila ritgerð um líkindi Biblíunnar og annarra eldri trúarrita, aðallega Gilgameskviðu og bera saman t.d. Syndafallið. Í Gilgameskviðu bjó maður villtur á meðal dýra ( Adam í Biblíunni), var freistað af konu (Eva..) sem lá nakin á jörðinni og freistaði hans og kom þá í ljós hans mannlega eðli og...

Re: Barnaföt?

í Metall fyrir 17 árum, 8 mánuðum
þú ert alveg yfirnáttúrulega skarpu

Re: safnið mitt

í Metall fyrir 17 árum, 8 mánuðum
mér finnst það gefa tónlistinni meira gildi. hún verður verðmætari ef þú eyðir pening í hana, og þá lærir maður að meta hana frekar en ef hún er stolin. Mér finnst vanta allan karakter í skrifaða diska, svo ég hef ekki eins gaman að því að hlusta á þá, mér finnst þeir verðlausir og eini tilgangurinn sem ég sé með skrifuðum diskum er að geyma þá úti í bíl vegna þess að maður nennir ekki að taka originalana með sér þangað dag eftir dag… það er allavega þannig sem ég sé það

Re: Herbergi

í Metall fyrir 17 árum, 8 mánuðum
ég veit :) líka Morbid Angel límmiði, Manowar og iron cross patch og fullt af Amon Amarth auglýsingum (á 18 stykki)

Re: Vantar ný bönd!

í Metall fyrir 17 árum, 8 mánuðum
JasonNewsted nefndi flestar þær plötur sem ég ætlaði að nefna. Myndi frekar nefna Spreading The Disease með Anthrax. Tékkaðu líka á Sodom, Overkill og Metal Church

Re: Vantar ný bönd!

í Metall fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Endless Pain, Pleasure To Kill, Coma of Souls og Enemy Of God. Annars eru allar góðar, nema Endorama. Reyndar finnst mér plöturnar eftir Coma of Souls ('90) ekki góðar, svipa pínu til Risk með Megadeth. En svo koma Violent Revolution og Enemy Of God eftir 2000 og þá eru þeir komnir aftur í Thrash, og þær eru geðveikar.

Re: Nýja video-ið

í Metall fyrir 17 árum, 8 mánuðum
ég held að það sé einmitt einn stærsti parturinn við djókið, að hafa þetta inn á /metall því þetta er eins langt frá því að vera metall og mögulegt er. svipað og þegar JohnnyB sendi inn videoið af Girls loud og sagði okkur að slökkva á hljóðinu og njóta útsýnisins eða eitthvað álíka.

Re: Judas priest !!

í Metall fyrir 17 árum, 8 mánuðum
jebb. þeir tilkynntu það einhverntímann í fyrrasumar eða eitthvað álíka, allavega frekar langt síðan. Ég held að akkúrat núna séu þeir annaðhvort að klára að taka upp gítarana eða þá að Halford er að leggja lokahönd á sönginn, það er annað hvort. Þeir verða með heila sinfóníuhljómsveit með sér, sem verður í fyrsta skipti í sögu Priest sem þeir notast við svona sinfóníska kafla í lögunum. Þetta verður þeirra fyrsta konsept plata, byggð á spádómum Nostradamusar og mjög líklega tvöföld plata,...

Re: Judas priest !!

í Metall fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Geðveikir. Get ekki beðið eftir að heyra nýju plötuna
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok