Síðasta sumar fékk ég sumar ofnæmi í fyrsta sinn. Ég er ekki búin að fara til læknis og láta greina það, en mér finnst eiginlega of augljóst að þetta sé ofnæmi. Ég veit ekki hvort þetta sé fyrir grasi, fífum, birki eða hvað. Hingað til er ég búin að nota histasín, en síðastliðna viku eða svo er það ekki að virka nógu vel. Hvernig er það, þegar þið fáið ofnæmi og notið lyf, finnið þið SAMT einkenni eða halda lyfin þeim alveg niðri? Hvaða lyf notið þið?