Sæl og blessuð. Í gær var ég staddur í verslun ÁTVR í kópavogi, og var þar búinn að næla mér í pela af hinu ágæta Gordon´s Dry Gin, sem ég ætlaði mér að setja útí tonic, og bæta við vænni skvettu og lime, svona eins og ég geri alltaf þegar ég kaupi gin. En fyrir nokkrum dögum var ég að fletta upp á netinu, og var þar að skoða uppskriftir fyrir einhverjar ginblöndur, þar á meðal uppskrift að hinum geisivinsæla Martini. Mig hefur ávallt langað að prufa þennan drykk, enda mikill sælkeri þegar...