Allir sem stunda langhlaup kannast við það á sumrin þegar góðviðrishlauparar fara á stjá. Þessir nýliðar fara út og hlaupa frekar hratt í smá tíma, 5-10mín eða skemur og kvellspringa svo. Mér þykir persónulega fátt skemmtilegra en að hlaupa uppi þessa skammhaupara en fara ekki frammúr þeim heldur bara liggja aftan á þeim og bíða svo þar til þeir gjörsamlega deyja og þá stinga þá af. Þeir blása og blása en ég, æfi hlaup, blæs varla úr nös og skokka því alveg óþreyttur frammúr. Hvers vegna...