Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Mode1
Mode1 Notandi frá fornöld 44 ára karlmaður
906 stig
Helgi Pálsson

Disturbia(2007) (28 álit)

í Kvikmyndir fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Leikstjóri: D.J. Caruso Handrit: Christopher B. Landon & Carl Ellsworth Það eru eflaust margir sem velta því fyrir sér af hverju ég skuli vera taka þessa mynd fyrir hérna í hryllingsmyndagagnrýninni. Þetta eru vangaveltur sem ég skil alveg en engu að síður er þessi mynd flokkuð sem hryllingsmynd þó að ekki séu blóðslettur út um allt í myndinni. Myndin segir frá vandræðar unglingnum Kale sem er settur í stofufangelsi fyrir að slá til kennarans síns. Til að drepa tíman í stofufangelsinu...

The Abandoned(2006) (4 álit)

í Kvikmyndir fyrir 17 árum, 2 mánuðum
The Abandoned er ein af níu hrollvekjum sem teknar voru til sýningar á After Dark Horrorfest árið 2006 sem Lionsgate, Freestyle og After Dark Films halda og ber titilinn “8 Films To Die For”(þrátt fyrir að myndirnar hafa verið 9). Þetta er ekki kvikmyndahátíð eins og venjulegar hátíðir heldur voru teknar 9 hrollvekjur sem voru gerðar fyrir video og hresst upp á útlitið á myndunum svo þær litu út eins og myndir sem hefðu verið gerðar fyrir kvikmyndarhús. The Abandoned er fyrsta myndin sem ég...

Pumkinhead: Ashes To Ashes(2006) (3 álit)

í Kvikmyndir fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Pumpkinhead: Ashes to Ashes(2006) Leikstjóri: Jake West Handrit: Barbara Werner & John Werner Vegna lélegra sjónvarpsdagskrár þá datt mér í hug að renna í gegnum kvikmyndalistann á SkjáBíó og sjá hvort ég fyndi ekki eitthvað til að drepa tíman yfir. Eftir að hafa eitt góðum tíma í að skoða hvað væri í boði þá rakst ég á þessa mynd og ákvað að leigja mér hana. Myndin segir frá ferðamanni sem verður fyrir því óláni að vera rænt og lifrinni hans stolið. Þegar maðurinn vaknar til meðvitundar...

1408(2007) (17 álit)

í Kvikmyndir fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Leikstjóri: Mikael Håfström Handrit: Matt Greenberg, Scott Alexander og Larry Karaszewski Þessi mynd er gerð eftir einni af smásögum Stephen King. Mjög margar af sögum Stephen King hafa verið kvikmyndaðar í gegnum tíðina en flestar af sögunum hans sem settar eru á filmu koma mjög illa út og oftast í engu samræmi við það sem maður ímyndaði sér sjálfur þegar maður las sögurnar. Svo þegar ég fór á þessa mynd þá vissi ég ekki hvort þessi mynd ætti eftir að verða algjör steypa eða topp mynd. En...

The Messengers(2007) (5 álit)

í Kvikmyndir fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Leikstjóri: Oxide Pang Chun og Danny Pang Handrit: Mark Wheaton og Todd Farmer The Messengers bíður í raun upp á það sem maður bjóst við frá upphafi. Frekar slappa hrollvekju. Myndir er reyndar ekki alveg vonlaus og oft koma tækifæri til að bjarga myndinni en aldrei eru þau tækifæri nýtt. Myndin segir frá fjölskyldu sem ákveður að flytja í hús upp í sveit til að rækta Sólblóm. Án þess að nýju íbúarnir viti, þá á húsið dökka fortíð og gamlir draugar sem eru ekki enn tilbúnir að leggjast til...

The Host(Gwoemul)(2006) (3 álit)

í Kvikmyndir fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Leikstjóri: Joon-ho Bong Handrit: Chul-hyun Baek, Joon-ho Bong og Won-jun- Ha Um leið og ég sá trailerinn af The Host þá vissi ég að þetta ætti eftir að verða góð mynd og úr því rættist. Myndinni hefur reyndar verið lofað svo mikið af gagnrýnendum að það gæti gefið of miklar væntingar áður en maður sér þessa mynd. M.a. er þessi mynd 92% fersk á rottentomatoes.com. Það þarf auðvita ekki að spyrja af því en þegar myndir slá svona óvænt í gegn frá öðrum stöðum en í Bandaríkjunum þá eru...

Silent Hill(2006) (13 álit)

í Kvikmyndir fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Leikstjóri: Christophe Gans Handrit: Roger Avary Silent Hill kom mér nokkuð þægilega á óvart þegar ég sá hana. Það hafi kannski eitthvað með það að gera að ég vissi í raun ekki hvernig mynd ég væri að fara horfa á þegar ég byrjaði á henni. Ég taldi mig vera fara horfa á lélega draugamynd sem væri byggð á einhverjum tölvuleik sem ég vissi ekki að væri til fyrr en ég vissi að þessi mynd væri í framleiðslu. En eftir að ég var búinn að horfa á hana þá er ég ekki frá því að þessi mynd sé meðal...

Bubba Ho-Tep(2002) (7 álit)

í Kvikmyndir fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Leikstjóri: Don Cascarelli Handrit: Joe R. Lansdale og Don Cascarelli Þessi stórskemmtilega hrollvekja segir frá þeim Elvis Presley(Bruce Campbell) og John F. Kennedy(Ossie Davis) sem eru komnir til ára sinni og búa á elliheimili í Texas. Kvöld eitt gera þeir sé grein fyrir því að 2000 ára gömul múmía hefur komið sér fyrir nálægt elliheimilinu og kemur inn á heimilið á næturnar til að stela sálum íbúanna. Elvis og JFK ákveða því að reyna ráða niðurlögum múmíunnar sem gengur um á göngum...

The Blob (1988) (9 álit)

í Kvikmyndir fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Leikstjóri: Chuck Russell Handrit: Chuck Russell & Frank Darabont The Blob er endurgerð af samnefndri mynd frá 1958. Hérna er búið að breyta aðeins söguþræðinum frá fyrri mynd en myndin bíður enn upp á frábæra skemmtun. Myndin segir frá fólki sem býr í amerískum smábæ sem heitir Arborville. Kvöld eitt fellur lofteinn til jarðar rétt hjá bænum og með honum ferðast lítil vera utan úr geimnum sem hefur aðeins einn tilgang í lífinu. Og það er að eta allt sem á vegi sínum verður og því meira sem...

Below (2002) (2 álit)

í Kvikmyndir fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Leikstjóri: David Twohy Handrit: Lucas Sussman, Darren Aronofsky og David Twohy Ég er ekki mikill aðdáandi af draugamyndum því mér finnst oftast nær plottið í þeim frekar þunnt en ég hafði þó gaman af þessari og finnst hún alveg vel þess virði að horfa oftar á en einu sinni. Myndin skeður í seinni heimstyrjöldinni þar sem við fáum að fylgjast með áhöfn kafbátsins USS Tiger Shark. Áhöfnin bjargar þremur farþegum úr farþegaskipi sem varð fyrir árás frá þýskum kafbáti. Fljótlega eftir komu...

Near Dark (1987) (4 álit)

í Kvikmyndir fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Leikstjóri: Kathryn Bigelow Handrit: Kathryn Bigelow og Eric Red Near Dark ein af betri vampíru myndum sem hafa verið gerðar en það sniðuga við þessa mynd að í upphafi var hún alls ekki hugsuð sem hrollvekja, eða hvað þá vampíru mynd. Heldur átti myndin að vera vestri. Kathryn Bigelow vildi gera annarskonar vestra en þær myndir sem höfðu hingað verið gerðar. Á meðan verið var að skrifa handritið var svo ákveðið að tengja myndina við annan flokk kvikmynda og urðu vampírur fyrir valinu. Myndin...

Critters (1986) (8 álit)

í Kvikmyndir fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Leikstjóri: Stephen Herek Handrit:Stephen Herek Critters er ein af mörgum skrímslamyndum sem komu upp á yfirborðið eftir velgengi Gremlins árið 1984. En Critters myndirnar eru líka þær einu af þessum skrímslamyndum sem náðu einhverri velgengi og tókst að eignast sjálfstætt líf á meðan hinar myndirnar urðu bara enn eitt “Gremlins-wana-be”. Og meðal annars fékk Critters “two thumbs up” frá Siskel & Ebert sem eru einir virtustu kvikmyndagagnrýnendur í heiminum í dag. Myndin segir frá litlum...

See No Evil(2006) (6 álit)

í Kvikmyndir fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Leikstjóri: Gregory Dark Handrit: Dan Madigan Þessi mynd sameinar tvö af áhugamálunum mínum, hryllingsmyndir og atvinnumanna fjölbragðaglímu. Nú þar sem ég þekki nokkuð til í fjölbragðaglímunni þá vissi ég nú að þessi mynd mundi ekki bjóða upp á mikið. Myndin segir frá hópi unglinga sem eru í fangelsi. Dag einn eru þau send til að þrífa stórt hótel sem á að breyta í móttökustöð fyrir utangarðsmenn. Þegar þau eru svo komin á staðinn gera þau sér fljótlega grein fyrir því að það er brjálæður...

Videodrome (1983) (8 álit)

í Kvikmyndir fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Leikstjóri: David Cronenberg Handrit: David Cronenberg Videodrome segir frá Max Renn(James Woods) sem er eigandi lítilla kapalsjónvarpsstöðvar sem sérhæfir sig í soft-core klámmyndum. Einn daginn þegar hann er að leita að nýju efni fyrir sjónvarpsstöðina rekst hann fyrir tilviljun á þátt sem heitir Videodrome. Eina sem þátturinn snýst um eru pyntingar og morð en einhverja hluta vegna verður Max Renn alveg heillaður af þættinum og reynir að grafa upp eiganda þáttanna til að fá leyfi fyrir því...

In the Mouth of Madness(1995) (3 álit)

í Kvikmyndir fyrir 18 árum
Leikstjóri: John Carpenter Handrit: Michael De Luca Ég horfði á þessa mynd núna fyrir stuttu í fyrsta skiptið í 10 ár. Í minningunni var þessi mynd alveg rosaleg óhuganleg og eftir að ég horfði á hana núna aftur þá er nú enn alveg rosaleg óhugnaleg. Mér brá hvað eftir annað þó ég vissi hvað væri að ske næst og þó ég vissi alla söguna þá náði hún samt að byggja upp mikla spennu hjá mér. Hingað til hefur það bara verið Alien serían og The Thing sem hafa náð að byggja upp svona mikla spennu hjá...

Black Christmas (1974) (12 álit)

í Kvikmyndir fyrir 18 árum
Leikstjóri: Bob Clark Handrit: Roy Moore Kanadíska hryllingsmyndin Black Christmas er að mörgum talin vera fyrsta hryllingsmyndin í slasher myndaflokknum sem kom út, en ekki Halloween sem kom út fjórum árum seinna. Ég er reyndar á því að Halloween sé fyrsta alvöru slasher myndir sem gefin var út. Black Christmas féll í gleymsku stuttu eftir útgáfu myndarinnar og það var í raun ekki fyrr en menn fóru að velta fyrir sér hvaða mynd hefði komið slasher æðinu í gang sem Black Christmas kom aftur...

Killer Klowns from Outer Space(1988) (7 álit)

í Kvikmyndir fyrir 18 árum, 1 mánuði
Leikstjóri: Stephen Chiodo Handrit: Charles Chiodo og Edward Chiodo Þessi mynd hefur í gengum tíðina orðið af ein af frægari kult myndum og á orðið stóran aðdáenda hóp. Og núna fyrir stuttu var farið að gera “Acton” kalla eftir þessari myndi sem seljast víst ágætlega. Myndin segir frá innrás geimvera inn í lítinn bæ. Þessar geimverur líta út eins og trúðar og þeir hegða sér líka eins og trúðar. Tilgangur þeirra með innrásinni er að ná sér “snakk” fyrir áframhaldandi ferðalag í gegnum geiminn...

Slither (2006) (15 álit)

í Kvikmyndir fyrir 18 árum, 1 mánuði
Leikstjóri: James Gunn Handrit: James Gunn Ég hafði beðið lengi eftir því að sjá þessa mynd en svo loksins þegar ég sá hana þá fékk ég blandaðar tilfinningar út í hana og hef verið að eyða seinustu vikum í að “melta” myndina. Lítill loftsteinn sem inniheldur geimveru fellur til jarðar fyrir utan smábæ í Bandaríkjunum og ekki líður á löngu þar til geimveran hefur tekið sér bólfestu í íbúum bæjarins. Það er því undir hóp fólks að stoppa geimveruna. Eins og ég sagði í byrjun þá þurfti ég smá...

Theatre of Blood(1973) (6 álit)

í Kvikmyndir fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Leikstjóri: Douglas Hickox Handrist: Anthony Greville-Bell Það er best að halda áfram í lítið þekktum hryllingsmyndum hérna og núna ætla ég að taka fyrir eina af betri myndum Vincent Price. Vincent Price leikur hérna leikarann Edward Lionheart sem náði aldrei að slá í gegn í leikhúsum og kennir hann gagnrýnendunum um það. Edward telur að ástæðan fyrir slæmu gegni sínu í leikhúsum sé vegna neikvæðra gagnrýni sem hann fékk frá gagnrýnendum. Edward ákveður þá drepa alla þá gagnrýnendur sem...

The Dead Zone (1983) (5 álit)

í Kvikmyndir fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Leikstjóri: David Cronenberg Handrit: Stephen King & Jeffrey Boam Sagan segir frá grunnskólakennaranum Johnny Smith (Christopher Walken) sem lendir í bílslysi og lendir í dái í 5 ár. Þegar hann vaknar af dáinu kemst hann af því að kærastan hans hefur gifst öðrum manni og á núna barn með honum. Svo þegar Johnny reynir að byrja lífið sitt aftur eftir dáið kemst hann af því að hann hefur hæfileikann til að sjá fram í framtíðina hjá fólki þegar hann snertir það eða hluti sem það á. Það á eftir...

The Descent (2005) (22 álit)

í Kvikmyndir fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Leikstjóri: Neil Marshall Handrit: Neil Marshall Loksins, loksins kemur alvöru hryllingsmynd á markaðinn sem tekur sjálfan sig alvarlega og fylgir því 100% eftir og skilur áhorfandann eftir í andköfum. Þessi mynd er tvímannalaust besta hryllingsmyndin sem hefur komið út á þessari öld. Þessi mynd fjallar um 6 vinkonur sem ákvaða að fara skoða hella upp í Skosku hálendunum. Þegar inn í hellana er komið lenda þær í sjálfheldu þegar útgöngu leiðin lokast vegna grjóthruns. Þær neyðast því að fara...

Freddy vs. Jason(2003) (7 álit)

í Kvikmyndir fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Leikstjóri: Ronny Yu Handrit: Damian Shannon og Mark Swift ***ATH. Smá Spolier í greininni*** Þessi mynd kom mér verulega á óvart þegar ég sá hana fyrst því ég bjóst við að menn mundu gjörsamlega klúðra myndinni eins og þeir eru vanir að gera í Hollywood þegar þeir reyna gera eitthvað skemmtilegt og áhugavert. En þegar ég var búinn að horfa á hana í fyrsta skiptið þá hugsaði ég með mér að þetta væri bara svona “one-hit wonder” og að maður mundi bara hafa gaman af henni í fyrsta skiptið og að...

They(2002) (6 álit)

í Kvikmyndir fyrir 18 árum, 4 mánuðum
Leikstjóri: Robert Harmon Þessi mynd var mjög lofandi framan af en því miður stóð hún ekki við þau loforð og væntingar sem tókst að byggja upp. Líklega er hægt að benda á tvær ástæður fyrir því að myndin gekk ekki upp. Gróðrarhyggju framleiðanda og of háum siðferðisstalli bandarísku kvikmyndaskoðunarinnar. Myndin segir frá sálfræðinemandanum Juliu sem er ofsótt af ótta við myrkrið og því sem leynist í myrkrinu frá æsku. Þessi mynd var eitt stórt vandamál frá byrjun til enda í framleiðslu....

The Cave(2005) (5 álit)

í Kvikmyndir fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Leikstjóri: Bruce Hunt Handrit: Michael Steinberg og Tegan West Ég fór á þessa mynd í vetur þegar hún var sýnd í kvikmyndahúsunum og ég fékk það sem ég bjóst við. Meðal hryllingsmynd. Myndin segir frá því þegar hópur atvinnukafara eru fengnir til að rannsaka hellakerfi upp í fjöllum Rúmeníu sem eru að mestu undir vatni. Hópurinn lendir svo í sjálfheldu inn í hellunum þegar leiðin sem þeir fóru inn um lokast vegna grjóthruns og því þarf hópurinn að finna aðra leið út úr hellunum. En brátt...

Vampire Hunter D: Bloodlust(2000) (18 álit)

í Kvikmyndir fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Leikstjóri: Yoshiaki Kawajiri , Jack Fletcher (Ensktalsetta útgáfan) Tai Kit Mak Handrit: Brian Irving ,Yoshiaki Kawajiri, Hideyuki Kikuchi Bókin D – yousatsukou Þessi mynd er líklega ekki þessi týpíska hryllingsmynd enda teiknimynd en það breytir samt ekki þeirri staðreynd að þetta er líklega ein besta hryllingsmynd sem ég hef séð frá upphafi og ég gjörsamlega féll fyrir þessari. Sagan gerist í framtíðinni þegar vampírur og önnur yfirnáttúruleg öfl hafa tekið yfir jörðina. Eftir að...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok