3. kafli Það var mikið skvaldur við morgunverðarborðið daginn eftir. Fyrstu kennslustundirnar áttu að byrja eftir hálftíma. “Jæja, hér koma þá stundaskrárnar,” sagði Lissý þegar pappírsarkir birtust skyndilega við diskana þeirra. “Húsálfarnir hafa þá sent þær upp – loksins,” nöldraði Helen. “Hm…”Amanda var hugsi, “ Fyrsti tíminn hjá okkur er Töfrabragðatími, svo Ummyndynartími, matarhlé, TVÖFALDUR TÖFRADRYKKJATÍMI (það heyrðust stunur frá krökkunum,…), Jurtafræðitími og svo Spádómafræði....