Já, sammála, ég er líka fyrir svona spooky og spennandi sögur, helst einhver rómantík líka :o) Kent-sagan er um franskan mann, Philip, sem fer til Englands að heimta arf sem hann á (faðir hans var aðalsmaður, en móðir hans var frönsk leikkona, sem þótti næstum eins og vændi á þessum tíma). Philip verður svo að flýja England og heldur af stað til Ameríku og tekur þátt í sjálfstæðisbaráttunni þar. Já, sagan hefst í kringum 1770. Svo er þetta ættarsaga, næstu bækur fjalla um afkomendur Philips....