Nú eru líklega flestir komnir með álagningarseðlana fyrir síðasta ár í hendurnar og fólk örugglega mis ánægt með það sem á þeim stendur. Tilefni þessara greinaskrifa eru þó ekki skattar mínir eða annarra, heldur svindl á þessu ágæta kerfi okkar sem hugsað er til þess að reka opinberar stofnanir og framkvæmdir s.s. skóla, heilbrigðiskerfi, vegakerfi o.s.frv. Ég er í.þ.m. ánægð með að börnin mín fái góða menntun og heilbrigðisþjónustu án þess að ég fari endanlega á hausinn. Nú vil ég strax...