En hún var alls ekki silkikona. Silkikonan hét svo, sjálfskipuð silkikona því hún átti ekki silki-kjól. Kjóllinn var grár. Í raun samt ekki grár, ekki frekar en himininn á sólríkum degi. En engu að síðu grár. Af því að hún sagði það. Hún skoraði á heiminn í keppni og sigurvegarinn fengi heiminn. “hittu mig klukkan þrjú við höfnina.” Sagði hún við heiminn, og heimurinn mætti í spariskónum. Keppnin var svo: hver gæti öskrað hæst. Vegfarandi myndi úrskurða um sigurvegarann. Hún öskraði og...