Sjálfsvitund felur í sér að viðurkenna sjálfan sig, persónuleika, styrkleika og veikleika, það sem maður vill og vill ekki. Þróun sjálfsvitundar getur hjálpað við að greina þegar við erum undir álagi eða þrýstingi. Sjálfsvitund er líka forsenda góðra tjáskipta og tengsla við aðra og þess að geta sýnt samhygð.