Fræðimenn telja þó að það séu eðlilegar ástæður sem valda þessum slysum eins og að margir hvassir og sterkir stormar byrji og hætti jafn skyndilega. Stormarnir geta eyðilagt öll skip eða flugvél sem lenda í þeim. Jarðskjálftafræðingar hafa fundið mikla virkni á svæðinu. Í grunnum sjó geta jarðskjálftar náð það miklum styrk að þeir gætu sökkt skipum. Ein tillgátan er sú að neðanjarðargasið á svæðinu orsaki mikinn óróa í sjó sem getur leitt til þess að skip sökkvi mjög snögglega án ummerkja....