Sæll, ég var að kaupa mér VW Golf HIGHLINE 99' fyrir tveimur mánuðum og hefur hann reynst mér helvíti vel. Einn galli við Golf 98 og 99 er að rafkerfið á til að klikka í sumum bílum en alls ekki öllum. Svo ef að þú ert líka að spá í endursölunni þá mikil eftirspurn eftir Golf og er hann mikið líklegri til að seljast fljótt heldur en Civic. Annars veit ég voða lítið um þessa Civic bíla, veit það að V-Tec vélarnar eru ekki þær traustustu. Annars mæli ég með Golf, mikið betra að keyra hann.