Efedrín er skylt amfetamíni og hefur örvandi áhrif á neytandann. Rannsóknir á efedríni hafa ekki sýnt að það valdi aukinni fitubrennslu, minnki matarlyst eða leiði til þyngdartaps. Lyfið örvar miðtaugakerfið, eykur hjartslátt og getur hækkað blóðþrýsting. Þetta getur valdið hjartsláttarónotum, svima, höfuðverk, taugaveiklun, svefnleysi, kvíða, háþrýstingi, breyttu blóðflæði til heila og öðrum aukaverkunum. Þar hefuru það.