Slepptu mér, gerðu það slepptu mér, slepptu hjartanu í mér, slepptu sálinni í mér. Þá loksins get ég kannski sleppt þér. Þú ert samt alltaf þarna, falinn lengst inni, undir gömlum hugsunum og minningum, rykfallinn og snjáður en samt sleppiru ekki, fastur, umlykur mig en samt.. en samt ekki. Ég get ekki hætt að hugsa um þig, þú, þú, þú! Alltaf kemur þú upp, hvernig á ég að geta ráðið við þetta, ég sem ræð ekki einu sinni við að vaska upp án þess að bresta í grát. Mér finnst ég svo lítil, svo...