Nú er fimmtu Iceland Airwaves hátíðinni lokið. Í þessari grein ætla ég að skrifa lauslega um upphaf þessa batterís, hugmyndina á bakvið hana, það helsta sem gerðist á liðnum hátíðum og einnig ætla ég að skrifa eitthvað um hátíðina í ár, enda af nógu að taka Árið 1999 datt góðum mönnum það snjallræði í hug að í stað þess að íslenskar hljómsveitir færu erlendis til að reyna að ganga í augun á mikilvægu fólki í tónlistarbransanum, oft á slæmum stöðum og án þess að hafa nokkuð uppúr krafsinu, að...