Þau reistu sér hús, á afskekktum stað. Með trú á jésús, þau lifðu þar af. Lifðu á landinu, landið það gaf. Í tæru fjallavatninu, fór sálin í bað. Lífið svo nærandi, ekkert var hatað. sorgin ein særandi, Þótt allt virtist glatað. Veturnir harðir, en ekkert var að. Hnúarnir marðir, eftir lífsins búskap. Lífið allt þó sigur, þau þekktu ekki tap. Allt svo einfalt, með kött og útvarp. Lífið virtist kalt, en allt var þeim falt. Sögðu sína sögu satt, sem upp á sig vatt. Sjálfa sig batt, og í...