Ég stefni á flugnám á næsta ári,en ég fékk flugdelluna fyrir nokkrum árum.Pabbi minn er flugstjóri og er búinn að vera það í mörg ár ásamt afa mínum sem að er vel þekktur innan flugsins og er búinn að fljúga í um 40 ár,ef ekki meira.Á þessum góða degi var mjög gott veður,ekki ský á himni og frekar heitt.Ég hringdi í pabba minn og spurði hann hvort að hann gæti sótt mig og farið með mér útá völl,hann sagði já og sótti mig.Eftir sirka klukkutíma lagði pabbi bílnum í bílastæði fyrir utan...