Það er alltaf jafn sorglegt að lesa umræðuna í þessum málum. Fylkingarnar með og gegn flugvellinum eru með alls kyns áróður sem er misjafnlega gáfulegur. Eitt finnst mér þó alltaf verst. Þegar andstæðingar flugvallarins tala um að “færa” flugið til Keflavíkur er eins og það sé lausnin. Það er rangt. Innanlandsflug, þjónustuflug, sjúkraflug, einkaflug, kennsluflug, æfingaflug, verkflug o.s.frv. myndi næstum allt saman leggjast af hér á suðvesturhorninu. Er það kannski bara allt í lagi eða...