Hér ætla ég að birta pistil sem ég setti á ónafngreinda bloggsíðu mína. Vonandi vekur hún sem allra flesta til umhugsunar. Sá núna áðan heimildamynd, sem er ekki djók, um hnattrökkvun. Þátturinn fjallaði um afleiðingar þess ef það dimmir á jörðinni og hvað það er að gerast hratt. Það hefur meira að segja sýnt sig á undanförnum áratugum að þetta fyrirbæri hefur aðeins haft áhrif. Þá aðallega á mónsúnvinda sem fara yfir Afríku. Þetta olli hungursneyð og er kannski bara forsmekkurinn af því sem...