Ég hripaði þetta niður í morgun svo ég myndi ekki gleyma þessari pælingu, datt svo í hug að senda þetta hérna inn. Taka skal fram að ég trúi ekki á Guð, Djöfulinn, Himnaríki né helvíti á þann máta sem það kemur fram í biblíunni, þó að ég velti þessu fyrir mér út frá henni. Það sem ég skrifa hérna gæti verið nokkursskonar ádeila á það persónuleikabrot af guði sjálfum, sem við getum mögulega kreist út úr biblíunni, með hjálp félagsfræði, sálfræði og bara einfaldri rökhugsun. Ég ætla að sleppa...