Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Mastema
Mastema Notandi síðan fyrir 20 árum 2 stig

Re: Sverrir Tattoo - Hvar ertu ?

í Tíska & útlit fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Síðast þegar ég frétti þá var Sverrir fluttur úr landi, Noreg eða Svíþjóð…

Re: hvað kostar

í Tíska & útlit fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Þegar ég fékk mér gat fyrir ca.1 og 1/2 ári þá kostaði það minnir mig 3.800 með lokk. Þú þarft samþykki foreldra þar sem þú ert ekki sjálfráða. Þetta er framkvæmt þannig að það er tekið í vörina með töng og svo stungið með holari nál í gegn, persónulega fannst mér þetta ekki vont, þetta tekur um 1 sek. Kv.

Re: Gat í vör?

í Tíska & útlit fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Ég er nú ekki með gat í vörinni en ég er með gat í kinninni, það er nú sama tóbakið. En.. Þú getur tekið þetta úr hvenær sem er en það mun sjást ör þar sem nálin sem notuð er til að gata er hol að innan og þar með sagt sker burt húð. En það ætti nú ekki að sjást mikið undir vörinni nema þú sért með litlar varir. Ég fékk sýkingu sem gekk nú yfir fljótt, enda er munnurinn eitt sýklabæli, þú munt náttúrulega fá munnskol sem sótthreinsar og þú verður bara dugleg að nota það.

Re: Hvað get ég notað í staðin fyrir ost?

í Matargerð fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Sojaost..

Re: Hún fæddist........!

í Rómantík fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Æj stelpan mín! Sko þetta á bara ekki að eiga sér stað þ.e.a.s að stelpu kjáni flækist inn í samband. Eins og spor sagði þá verður hann að velja á milli ykkar og enginn millivegur! Hefur þú prófað að tala við hana og segja henni hvernig þetta er frá þínu sjónarhorni? Þú færð alveg stórann plús fyrir að vera ekki búin að ráðast á hana því ef ég væri þú og einhver myndi skipta sér af sambandsrifrildum mínum þá myndi ég ekki geta hamið mig! En vonandi lagast þetta elskan, láttu þetta ekki halda...

Re: pillan

í Heilsa fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Já, þú þarft að ráðfæra þig við lækni um hvaða pillu tegund hentar þér best og hann skrifar lyfseðil fyrir þig.

Re: Dreadlocks?

í Tíska & útlit fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Alvöru dreddar eru ekki gerðir á hárgreiðslustofum, þær gera bara eitthvað sem tollir varla í og lítur vel út í mánuð. Ég þekki gaur sem gerir geðveika dredda hafðu samband við hann bigfatstone@hotnmail.com Kv. Mastema

Re: Seroxat þunglyndis lyf

í Heilsa fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Þetta er mjög eðlileg einkenni á aukaverkunum af þessu lyfi. Þú verður að passa þig að eiga alltaf nægan skammt því það er ekki sniðugt að gleyma taka töflurnar, þar sem seroxatið er frekar kúr heldur en langtímatöflutaka. Drífðu þig að redda þér pillum annars verða einkennin verri, trúðu mér þegar ég hætti á þessu lyfi var ég sársjúk í 2 vikur, gat varla talað né labbað af aukaverkunum. Kv

Re: Hundar

í Hundar fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Ég á 4 hunda

Re: Banna ætti fóstureyðingar

í Deiglan fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Mér finnst fóstureyðing eigi að vera leyfð undir vissum kringumstæðum, þá helst ef manneskja getur ekki séð um barnið. Stelpur sem fara oftar en einu sinni í fóstureyðingu á ekki að leyfa! Ég get sagt að ég var 12 ára þegar ég varð ófrísk og það fattaðist of seint til að fóstureyðing væri möguleiki, en ég fæddi barn sem dó og óska þess mjög að ég hefði getað farið í fóstureyðingu á réttum tíma í stað þess að upplifa missi barns þegar ég var aðeins barn sjálf. Það hefði auðvita skipt sköpun...

Re: Myndir þú halda framhjá?

í Rómantík fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Skemmtilegar pælingar og svör hérna… Ég persónulega myndi aldrei halda framhjá sama hvað á gengi..róttækt að segja aldrei en ég geri mitt besta að koma mér ekki í þær aðstæður sem bjóða uppá framhjáhöld. Ég er bara þannig innrætt að hafa gagnkvæma virðingu í sambandi. Og þær hórur sem ríða einhverjum því hann er “celeb” eiga alla mína vorkunn skilið! Greyin hafa bara enga virðingu fyrir sjálfri sér!

Re: Ræktun.. ?

í Hundar fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Af því sem ég veit best eru engir Chow Chow hundar á klakanum… En orðið á götunni er að það sé verið að fara að flytja inn par á næsta ári og það verður eflaust ræktað undan þeim. Kv.

Re: Purusteik

í Matargerð fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Eina erfiða við purusteik er puran sjálf.. Og ef þú vilt hafa hana góða og svona “idiotproof” þá seturu kjötið í hálfan eldunartíman í ofnskúffu með 1cm af vatni í og ca 4 msk af salti(saltmagnið fer eftir hversu stórt kjöt þú ert með, því meira salt því stökkari pura). Svo snýrðu kjötinu við og svona í jólafílinginum er gott að setja negulnagla í skurðinn, gerir mjög gott bragð. Gangi þér vel :)

Re: Stelpu-jólasveinabúningur..

í Tíska & útlit fyrir 20 árum
Ef þú ert að tala um svona foxy kvenmannsbúning þá ættu þeir að vera að sniglast inn í hjálpartækjaverslanirnar um þetta leytið… Minnir að svona stuttur kjóll með svaka vítt hálsmál hafi kostað ca. 8.000 kr í fyrra og það var í Adam & Evu.

Re: lopapeysulitir

í Tíska & útlit fyrir 20 árum
Mér lýst persónulega best á dökkgráan í aðallit með svörtu og hvítu. Ég prjónaði lopapeysu í Hústjórnunarskólanum í vor og var alveg þvílíkt í vanda með litina en ég valdi mjög vel og það kom frábærlega út. þ.e.a.s svartur í aðallit, svo ljósgrár og kóngablár.

Re: ???stelpur!!

í Tíska & útlit fyrir 20 árum
Þú segist vera 14 ára gömul, sem þýðir það að þú átt langt í land með líkamlegann þroska þinn. Ekkert vera að spá í að þú sért með of stór brjóst núna, hver veit nema eftir 3-4 ár verða þau bara mjög í samræmi við líkamann þinn. En svo getur nú líka verið að þau haldi áfram að stækka mikið í nokkur ár í viðbót, þó ég efast það, þá getur þurft að minnka þau vegna álags á bakið. En elskan leyfðu líkamanum að þroskast eins og hann vill og ekkert pæla í því, þetta er algjört seinni tíma vandarmál.
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok