Ég held að hokkíið sjálft sé á góðri leið, lönd og deildir að opnast, alþjóðareglur að slípast, iðkendum og áhorfendum að fjölga um allan heim. þó eru hlutir að gerast fyrir utan svellið sem eru þeir sömu og í öðrum íþróttum, laun eru orðin óeðlilega há þ.a. leikmenn eru farnir að spila eins og málaliðar frekar en með hjartanu, þeir þurfa að láta feril sinn ganga fyrir hagsmuni liðsins (reyndar á byrjunarstigai), auk þess sem leikmannaskipti eru svo algeng að í byrjun hvers árs þekkir maður...