Hinn 38 ára gamli Alan Jenkins frá Wales nagar sig eflaust í handarbökin eftir að hann lét húðflúra andlitsmyndir af eiginkonu sinni og tveimur dætrum, 15 og 10 ára, í raunstærð á bakið á sér. Ástæðan fyrir því að hann ætti að sjá eftir því er ekki bara sú að verkið tók tæpan sólarhring og kostaði hann um 150 þúsund krónur, heldur fór það svo að konan hans yfirgaf hann fyrir ungan austur-evrópskan strák aðeins nokkrum mánuðum eftir að myndin var komin á bakið. Alan sagði að hann hefði lagst...