Jæja eftir mikla umhugsun þá hef ég ákveðið að hætta að gítarbraskast og einbeita mér að þeim gíturum sem ég nota mest. Ég seldi Viperinn sem ég keypti fyrir stuttu og eyddi svolítið af þeim pening til þess að gera gamla greyið mitt upp. Keypti nýja plötu sem fittar humbuckera og setti seymour duncan 59 í háls og custom í brú. Keypti 500kohma potta og 3 átta fender switch og lóðaði. Það er volume-takki fyrir hvorn pickup en þriðji potturinn er bara til sýnis(þannig að það er ekkert tone),...
Hér eru sérsniðnu gítarólarnar mínar. Sú gamla (þessi með járnkrossunum) fékk ég árið 2005 en hina fékk ég í hendurnar núna fyrir áramót. Þurfti ég að láta styrkja gömlu ólina þar sem straplockið fer í vegna þess að gatið var byrjað að rifna, nú er komið ný útgáfa af henni og nú mun hún aldrei rifna :D Konan sem gerði þessar ólar fyrir mig var að pæla hvort það væri markaður fyrir svona sérsniðnar ólar, og þið Hugverjar getið haft samband við mig ef ykkur langar að láta gera ólar handa ykkur...
Þar sem ég gat ekki horft á þessa ógeðslegu show off gaura (Jonas Brothers fyrir þá sem föttuðu ekki) þá varð ég að senda inn mynd af nýja gítarnum mínum. Þetta er Epiphone Goth Explorer með licenced floyd rose. Setti í hann Seymour duncan Alnico II Pro og Custom 5. Skemmtilegur í spilun og soundið frábært. Þar sem Gibsoninn minn var einmanna, þá fékk hann að vera með á myndinni :D
Hérna eru Fender telecasterinn minn, og bassarnir hans Sæla, Fender Jazz bass og G&L Asat. Vorum að taka upp um helgina og ákvað að taka mynd af þessum greyjum. Lagið má heyra á www.myspace.com/blacksheepiceland
hérna eru fyrsti gítarinn minn og nýjasti gítarinn minn. Liberty 303 og Fender telecaster deluxe 72. Fenderinn er ennþá í viðgerð hjá Gunnari Erni, kem með mynd af honum þegar Gunnar er búinn með hann
Var að setja telecasterinn minn á mig í gærkvöldi. Einhverra hluta vegna var ég með venjulega ól en ekki læsta ól á honum og þegar ég setti hann á mig, þá datt ólin af og gítarinn skall á gólfið með millilendingu á litlu tánni. Þetta var FOKKING vont en mér verkjar meira í hjartað á sjá þetta brot í lakkinu…..
Þetta banjó eignaðist ég fyrir rúmum tveimur árum að gjöf frá kærustunni minni. Hef ekki hugmynd hvaða tegund það er eða hversu gamalt það er þar sem það hafði legið í kjallara í fjölda mörg ár. En mjög skemmtilegt að spila á það svona af og til.
Þetta er Liberty 303. Fyrsti rafmagnsgítarinn minn, keyptur í Gítarnum árið 2002. Var svo heppinn að kaupa mér þennan í staðinn fyrir Crappolo. Hann er léttari en allir gítarar sem ég hef prufað í gegnum tíðina. Örugglega úr bambus eða sambærilegum við :D
Vildi endilega senda inn slæma mynd af nýja fendernum mínum :D Lofa að koma með betri mynd af honum um leið og ég redda góðri myndavél. En s.s. þetta er Fender Telecaster deluxe 72 sunburst. Geðveikur gítar, bæði í spilun og sérstaklega útliti. Er búinn að dreyma um svona lengi
Var að bæta þessum epiphone les paul custom í fjölskylduna. Lúkkar drullu vel og sándar vel líka. Ákvað að hafa stóra bróðir með svo hann myndi ekki vera einmanna á myndinni ;)
Þetta er Iwama, japönsk eftirlíking af Fender telecaster deluxe. Er búinn að dreyma um að eignast þennan gítar í mörg ár, en get ekki keypt hann. Var með hann þegar ég byrjaði að læra á gítar í tónlistarskólanum í denn.
Dótið mitt. Frá vinstri til hægri: Marshall JCM 2000 401, Marshall MS-4, Marshall GUV'NOR plus, Gibson Flying V Faded, Peavey Rotor EXP. Gæti ekki verið sáttari með þetta :D
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..