Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Hjálp

í Kettir fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Þetta hljómar ekki vel! Hringdu strax og fáðu leiðsögn hjá dýralækni, þú getur t.d. hringt í síma 863 3131, það er neyðarnúmerið hjá Dýralæknastofunni í Garðabæ. Ég hef aldrei heyrt um svona lagað, svo ég get sosum ekkert ráðlagt þér. Getur verið að hún hafi komist í einhvern óþverra? En allavega, fáðu leiðbeiningar hjá þeim strax, alltaf betra að vera viss!

Re: Saga og ættir heimiliskatta, Felis Catus

í Kettir fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Mjög skemmtilegt og fróðlegt, takk fyrir mig! :)

Re: Fölskvi

í Smásögur fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Fyrirgefðu, hérna, ehemm, hemm… heitir þetta ekki ritstuldur?? Þessi saga var lengi uppáhaldið mitt úr bókunum hans Þorgils Gjallandi. Það er súrt að pikka inn annara manna sögur og sleppa þeim út sem sínum eigin. Skammastu þín!

Re: Shar-Pei hvolpar til sölu

í Hundar fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Shar-Pei… Eru það ekki hundarnir sem eru svona eins og þeir passi ekki í skinnið? Je-dúddamía, þeir eru sko sætir! ;)

Re: Köttur ferðamanna aflífaður

í Kettir fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Hehe, ég sendi líka inn grein um þetta í morgun. Þessi hefur sennilega haft vinninginn Þetta er fáránlegt kerfi! - Eins og ég skrifaði um í greininni…

Re: Ólöglegur ferðamaður aflífaður!

í Deiglan fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Hehe, ég sendi líka inn grein um þetta í morgun. Þessi hefur sennilega haft vinninginn Þetta er fáránlegt kerfi! - Eins og ég skrifaði um í greininni…

Re: Ólöglegur ferðamaður aflífaður!

í Deiglan fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Hvaða smithættu? Berum við ekki með okkur einhvern óþrifnað úr ferðalögum erlendis frá? Á að setja kalla sem hafa verið í “viðskiptaferðum” erlendis og klínt sér inn á hóruhús í 5 ára sóttkví til að vera viss um að hann beri ekki með sér AIDS eða einhvern óþverra? Á að stoppa fugla sem fljúga yfir landið vegna þess að þeir komust kannski í snertingu við einhvern skít þar? Þessi lög eru einfaldlega úrelt. Það ætti að vera nóg að fólk sýni fram á nægar bólusetningar og almennt heilbrigði á...

Re: ein pæling

í Tilveran fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Ég hef aldrei fattað þessi stig. Til hvers eru þau?

Re: !#@!$#"!!!!

í Tilveran fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Það er nú ekki langt síðan ég varð stoltur DVD spilaraeigandi, en síðan hef ég leigt mér u.þ.b. 15 diska á ýmsum leigum. ENGINN þeirra var heill, þ.e. komst í gegnum myndina án STÓRRA truflana! Fólk er fífl!

Re: Karlar!!!

í Djammið fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Jæja, ég nenni ekki að halda áfram að berja höfðinu við vegg með að halda þessari umræðu áfram. Takk fyrir fróðleg og oft á tíðum sprenghlægileg svör. :D

Re: Karlar!!!

í Djammið fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Vá! Ég er búin að lesa í gegnum greinina aftur og aftur, en ég sé hvergi að ég hafi skrifað að kvenfólkið væri eitthvað skárra. Gæti verið að þið vitið bara upp á ykkur sökina og séuð eitthvað viðkvæmir þess vegna… Enn og aftur, ég tek fram að það eru ekki ALLIR íslenskir karlmenn svín! Ég var að kvarta undan þessum (af minni lítillátu reynslu) 80% sem hegða sér svona. Ég biðst afsökunar ef þið takið þetta svona til ykkar.

Re: Karlar!!!

í Djammið fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Ég tók það nú sérstaklega fram í greininni að ég var EKKI að tala um alla íslenska karlmenn, þó alhæfiningarnar hafi komið fram þá voru þær oft á tíðum ýkjur. Þetta er kannski minn ritstíll og á honum ætti ég kannski að biðjast afsökunar, en kem ekki til með að gera. Mér finnst engan veginn sjálfsagt að þegar einhver kaupi handa manni bjór þá ætli hann sér upp á þiggjandann. A.m.k. ætti það ekki að vera þannig. Í þeim löndum öðrum þar sem ég hef verið hefur maður oft þegið drykk frá...

Re: Nokkur comment um EVE

í Eve og Dust fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Va-á, hvað ég held að einhver gæti grætt á að gefa út EVE-orðabók! Ég panta eitt eintak STRAX!Þetta er eins og að lesa swahili! ;)

Re: Nauðgun

í Deiglan fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Ég er með ákveðna skoðun á því hvað á að gera við nauðgara og aðra kynferðisafbrotamenn. GELDING Það er löngu vitað að fólk sem hneigist í þessa átt er ólæknandi, hversu mörg dæmi eru ekki um barnaníðinga sem fremja glæpinn aftur og aftur og aftur og aftur þrátt fyrir að vera jafnvel gripnir hvað eftir annað. Einnig er það þannig að þeir sem fremja þessa glæpi eru í mörgum tilfellum þolendur ofbeldis af þessu tagi, og þá spyr ég: hvar á þetta að enda? Það hlýtur að þurfa að stoppa þetta...

Re: Dómar Kynferðisafbrotamanna.

í Deiglan fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Ég er með ákveðna skoðun á því hvað á að gera við nauðgara og aðra kynferðisafbrotamenn. GELDING Það er löngu vitað að fólk sem hneigist í þessa átt er ólæknandi, hversu mörg dæmi eru ekki um barnaníðinga sem fremja glæpinn aftur og aftur og aftur og aftur þrátt fyrir að vera jafnvel gripnir hvað eftir annað. Einnig er það þannig að þeir sem fremja þessa glæpi eru í mörgum tilfellum þolendur ofbeldis af þessu tagi, og þá spyr ég: hvar á þetta að enda? Það hlýtur að þurfa að stoppa þetta...

Re: Fórnarlömb mýflugna

í Deiglan fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Ég er í blóðflokki A rhesus+ og hef aldrei verið bitin af mýflugu - eða öðru skorkvikindi. Systir mín í sama blóðflokki er hins vegar alltaf útétin eftir eina útilegu, svo að eitthvað er það annað en bara blóðflokkurinn. Ég tek ekki inn B vítamín eða neitt svileiðis, þannig að kannski er ég bara svona ógirnileg, hver veit?

Re: Saga

í Hundar fyrir 21 árum, 7 mánuðum
*snufs* Þetta er svo sorglegt. En satt, því miður, að þetta tíðkast, bestu vinirnir komast smátt og smátt í annað, þriðja, fjórða og að lokum síðasta sætið í forgangsröðinni hjá allt of mörgum. Það væri óskandi að fleiri litu á gæludýrin sín sem raunverulega og fullgilda fjölskyldumeðlimi.

Re: Kisuofnæmi

í Kettir fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Ég er með kattaofnæmi-reyndar ekki á mjög háu stigi, en nóg til að það renni úr augunum á mér og ég sé með svona kvefeinkenni. En samt sem áður á ég kött, og hef átt næstum samfleytt í 7 ár, og ofnæmiseinkennin minnka alltaf smátt og smátt eftir því sem ég meðhöndla kisur meira. Það er nefnilega málið að ofnæmið er alltaf verst fyrir áreiti sem maður er ekki vanur. Ég veit til dæmis um konu sem því sem næst montar sig af því að vera með ofnæmi fyrir öllum fja**anum, segist ekki geta komið í...

Re: Kisan mín....

í Kettir fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Ætli greyið hafi ekki bara orðið svona sjokkerað að vera á nýju heimili, í nýjum aðstæðum, nýrri lykt, með nýju fólki, nýjum húsgögnum o.s.frv. Kettir eru óttalega vanaföst dýr og taka því margir hverjir ekki allt of vel að rútínan þeirra sé brotin upp. Allavega finnst mér hárlosið og taugaveiklunin benda til þess. Ég vona að hún jafni sig þegar hún róast aftur niður heima hjá sér.

Re: Kisa með astma

í Kettir fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Getur ekki verið að hún hafi hreinlega bara verið að hrjóta? Kötturinn minn (fyrrverandi) hraut svo svakalega að ég hélt stundum að það væri einhver með vélsög í garðinum að saga niður trén mín! Svo fór ég að hafa áhyggjur af honum út af þessu skrýtna hljóði, en fattaði loks að hann var bara að hafa það næs og hrjóta!

Re: T.A.T.U

í Söngvakeppnir fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Mér fannst lagið bara alveg ágætt. Veit nú samt ekki alveg um frumleika þeirra þegar kemur að lagasmíðum, mér skilst að þetta sé allt forsoðið ofan í þær. Hins vegar hafði ég bara gaman af þessu fjölmiðlafári í kringum þær, það er ekki hægt að bera við öðru en að þær hafi hrópað á það sjálfar. Finnst reyndar svolítið merkilegt hversu mikið fólk nennir að velta sér upp úr því hvort þær eru lesbíur eða ekki… Frammistaðan er jú eitthvað sem má deila um. Mér fannst þær engan veginn ná að syngja...

Re: Klæjar í puttana!

í Kettir fyrir 21 árum, 8 mánuðum
æji, ég var að sjá þetta hérna…óska eftir/í boði. Biðst afsökunar ef ég eyddi tíma einhvers. :)
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok